Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 19:47 Frjókornin herja á marga landsmenn þessa dagana en ekki er öll von úti. Vísir/Vilhelm Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“ Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“
Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira