Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 13:08 Um 1300 manns búa í Vogunum í dag en þar hefur verið mikið byggt síðustu ár og verður mikið byggt næstu ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð. Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Húsnæðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar er eitt af þeim sveitarfélögum þar sem mikið er að gerast í fjölbreyttum framkvæmdum samhliða auknum íbúafjölda. Stærsta verkefnið núna er formlega hafið en það er bygging nýs íbúðahverfi á svokölluð Grænuborgarsvæði í samvinnu við einkaaðila. Þar á að byggja 800 nýjar íbúðir á næstu 10 árum. Ásgeir Eiríksson er bæjarstjóri í Vogunum. „Þetta er mikil framkvæmd í ekki stærra sveitarfélagi. Það er ágætt að setja þetta í samhengi við fjölda íbúða, sem eru hér fyrir í sveitarfélaginu, þær eru tæplega 500, svona 470 og það að fá 800 íbúðir í viðbót á 10 árum er ríflega tvöföldun“, segir Ásgeir. Hvernig viðtökur eru þið að fá við þessu nýja hverfi? „Mér sýnist þær vera mjög góðar. Fólk er að átta sig á því að við erum það vel staðsett hér, gagnvart bæði höfuðborgarsvæðinu og alþjóðaflugvellinum, svona mitt á milli, jafn langt í báðar áttir og það eru margir, sem sjá sér hag í því.“ Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er bjartsýnn á framtíð sveitarfélagsins og byggingu nýja hverfisins í Vogunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgeir segir nýja byggingarlandið mjög fallegt, það halli út á sjó með stórkostlegu útsýni út á Faxaflóa, norður á Snæfellsnes og á björtum og fallegum dögum sjáist Snæfellsjökul. En hvaða fólk heldur Ásgeir að muni flytja í nýja Grænuborgarhverfið? „Það er ekki gott að segja, það er auðvitað held ég bara þverskurður af samfélaginu, sem skoðar þennan valkost hjá okkur. Sveitarfélagið sjálft er nýbúið að standa að uppbyggingu á svokölluðu miðbæjarsvæði þar sem sveitarfélagið réðst í gatnagerð og úthlutaði lóðum. Það er langt komið það hverfi og þar sjáum við einmitt mjög mikinn fjölbreytileika í samsetningu íbúana.“ Þannig að þú ert bara bjartsýnn og kátur? „Já, ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd sveitarfélagsins og Vogarnir og sveitarfélagið allt á mikla og bjarta framtíð fyrir sér þannig að ég sé ekki annað en að við séum í góðum málum,“ segir Ásgeir. Nú þegar eru fyrstu húsin risin í nýja Grænuborgarhverfinu þar sem 800 íbúðir verða byggð á næstu 10 árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Húsnæðismál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira