Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:13 Arnar Gunnlaugsson var hnarreistur eftir leikinn á Kópavogsvelli. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30