Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 07:15 Jack Grealish Sasha Attwood Mynd/Twitter Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa. Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa.
Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira