Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 19:47 Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.” Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.”
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira