Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur lausnina á vanda Landspítalans og heilbrigðiskerfisins ekki vera þá að finna til meiri peninga. Vandinn sé annars eðlis þó fjármagn gæti þurfti til. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira