Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2021 21:05 Filipe er alsæll með "pálmatrén" sín á Selfossi, sem eru reyndar sitkagreni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira