Ástandið á Landspítala hafi versnað Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 16:48 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í ályktuninni segir að árum saman og ítrekað hafi heilbrigðisstarfsfólk bent á þá þröngu stöðu sem Landspítalinn er í. Bent hefur verið á að ýmsar einingar spítalans starfi undir öryggismörkum, að rúmanýting sé allt of há, gjörgæslupláss of fá, að ekki sé borð fyrir báru komi til alvarlegra atvika í samfélaginu, hvað þá ef komi til heimsfaraldurs. Læknaráð segir að starfsfólki Landspítala hafi verið beðið um að hætta að tala illa um spítalann á almennum vettvangi en fátt hafi verið um lausnir eða raunverulegar úrbætur. Í ályktuninni segir að ástandið hafi eingöngu versnað og að sumarið 2021 hafi komið neyðarkall frá læknum á bráðamóttöku sem telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við núverandi aðstæður. Fleiri deildir upplifa einnig manneklu og mikil þreyta er meðal starfsmanna eftir langvarandi álag undanfarinna missera. Þúsund læknar stigu fram í byrjun sumars með áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að grípa í taumana, en enn sem komið er ber lítið á viðbrögðum við því ákalli. Vilja að starfsfólk sé metið að verðleikum Læknaráð fer fram á að stjórnvöld sýni í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum og að styrkum stoðum verði rennt undir spítalann og heilbrigðiskerfið allt til framtíðar. Nú verði því ekki lengur frestað að stórauka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, enda eru þau hlutfallslega lægri hérlendis en í helstu samanburðarlöndum, og reisa það við þannig að starfsfólk þurfi ekki að upplifa síendurtekið að neyðarástand bresti á á spítalanum. Eins verði að bregðast strax við útskriftavanda spítalans með varanlegum kerfisbreytingum. Fjölgun biðrýma innan vébanda spítalans sé ekki heppilegt skref á þeirri vegferð. Að lokum segir í ályktuninni að ekki megi lengur treysta eingöngu á áframhaldandi sjálfsfórnir og eljusemi útkeyrðs heilbrigðisstarfsfólks sem ekki getur hlaupið frá skyldum sínum. Læknaráð skorar einnig á stjórnvöld að tryggja að viðbrögð við faraldrinum verði áfram byggð á tryggri leiðsögn sóttvarnalæknis og á vísindalegum grunni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira