Þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 16:30 Úr leik KA og FH fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir uppspil KA er liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking í Pepsi Max deild karla um helgina. Þó Akureyringar hafi jafnað metin undir lokin voru þeir í stökustu vandræðum framan af leik. „Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
„Þeir hafa bætt sig gríðarlega mikið í því undir stjórn Arnars (Grétarssonar). Þeir þora yfirleitt að spila út en þetta var leikurinn í fyrri hálfleik. Víkingar að pressa og gera það vel. Við höfum séð það áður hjá Víkingum.“ „Þetta gekk mjög illa hjá KA í fyrri og eins og ég segi þá var það fast leikatriði sem bjargaði þessum leik fyrir KA þó að Arnar hafi talað um að þeir hafi verið betri í seinni hálfleik,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, er myndir úr fyrri hálfleik rúlluðu. „Við sjáum hérna að þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik og fleiri klippur sem við hefðum getað tekið. Meira að segja Stubburinn (Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA) var tæpur einu sinni þegar hann lék á sóknarmann.“ „Þarna sjáum við svo spjald fyrir dýfu í kjölfarið sem bara með smá klókindum hjá Loga (Tómassyni) – þá er ég ekki að tala um að láta sig detta heldur hefði hann getað komist framhjá honum – þá hefði þetta getað orðið mark. Þetta kemur eftir að KA er að byrja sitt uppspil.“ „Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja, smá kæruleysisleg sóknaruppbygging hjá KA en það er líka bara hættulegt að gera það á móti Víkingum sem eru yfirleitt mjög góðir í sinni pressu,“ sagði Baldur að endingu áður en Atli Viðar Björnsson átti lokaorðið. „Ég ætlaði einmitt að segja það. Mér fannst pressan hjá Víkingum miklu betri en á móti Blikunum síðast. Fóru hærra með liðið, þetta var gert með meiri sannfæringu og það voru allir með. Á móti Blikunum slitnaði svakalega á milli þeirra, ein til tvær sendingar og þá var búið að tæta pressuna þeirra í sig þannig það var allt annað að sjá hana núna.“ Klippa: Stúkan: Umræða um uppspil KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07
„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17