Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira