Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 08:36 Ríkisstjórnin boðar til fréttamannafundar að loknum ríkisstjórnar- og vinnufundi á Suðurnesjum. Forsætisráðherra reiknar með að þar verði greint frá hvað taki við af sóttvarnaráðstöfunum sem renna úr gildi á föstudag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar. Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman klukkan tíu í Salthúsinu í Grindavík og fundar síðan með fulltrúum sveitarfélaga innan Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi. Katrín segir ríkisstjórnina reglulega funda með fulltrúum sveitarfélaga í þeirra heimabyggð og nú sé komið að Suðurnesjum. „Á okkar hefðbundna fundi á ég von á ég von á að sóttvarnaráðstafanir verði til umræðu. Núgildandi ráðstafanir renna út eftir þrjá daga þannig að við munum ræða þær," segir Katrín. Ríkisstjórnin hefur rætt við sérfræðinga og ýmsa hagsmunaaðila undanfarnar vikur til að kortleggja stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og til að móta sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. Að loknum fundum í Salthúsinu í Grindavík heldur ríkisstjórnin vinnufund í Duus safnahúsi í Reykjanesbæ og boðar síðan til fréttamannafundar þar klukkan fjögur síðdegis. Fréttamannafundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Við höfum bæði verið að ræða þessa bylgju núna og hvernig við tökumst á við hana en líka langtímaaðgerðir. Við munum ekki kynna neinar langvarandi aðgerðir að þessu sinni. Ég get alveg staðfest það. Málið er ekki komið á það stig. En eins og ég segi, núverandi aðgerðir renna út 13. ágúst þannig að það fer að líða að því að greina frá hvað taki við af því," segir Katrín. En á fréttamannafundinum verði einnig farið yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira