Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:05 Landspítali Fossvogi Vísir/vilhelm Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira