Missti af mikilvægum botnslag því hann var í brúðkaupi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 16:46 Guðmundur Steinn í leik gegn Fylki á síðustu leiktíð. Hann er í dag leikmaður Fylkis. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hvergi sjáanlegur er Fylkir heimsótti Keflavík í botnbaráttuslag í Pepsi Max deild karla. Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í fjarveru sóknarmannsins og sagði það vera „vegna persónulegra ástæðna.“ Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var hins vegar fullyrt að Guðmundur Steinn hefði verið í brúðkaupi og ekki komist í leikinn. Ekki sínu eigin brúðkaupi þó, heldur hjá vini sínum. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, var á því að þetta væri heldur skrítið enda Fylkir í bullandi fallbaráttu en Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands og fyrrum liðsfélagi Guðmundar var ekki á sama máli. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var í brúðkaupi frekar en að hjálpa Fylki. Árbærinn logar en fyrrum leikmaður liðsins kemur honum til varnar.Hvar er Hannes? Í vinnunni.Ítarlegt Fantasy Spjall við Tedda Ponzu besta spilara landsins.https://t.co/mNdbNFcObd— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 10, 2021 „Ég átti gott samtal við Árbæinn. Þar eru menn ekki hrifnir. Það er keyptur framherji til félagsins, Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Svo ætla ég að leyfa mér að segja að það sé níu stiga leikur við Keflavík. Menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er, þá er hann staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar undrandi. „Hann samdi bara svona. Árbæingar þurfa þá að takast á við það,“ svaraði Arnar Sveinn. Hann benti svo á það að Guðmundur Steinn hafi ekki stefnt á að spila hér á landi í sumar og þetta hafi komið óvænt upp í hendurnar á honum. Leik Fylkis og Keflavíkur lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Fylkir er í dag í 10. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Keflavík er í 8. sæti með 17 stig og á leik til góða. Hér að neðan má sjá umræðu Stúkunnar að leik loknum um fjarveru Guðmundar og hvað hann kemur með að borðinu fyrir Fylki. Klippa: Stúkan: Umræða um Guðmund Stein Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira