Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 13:42 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/baldur Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53