Neitar því að hafa unnið að því að losna við Messi úr spænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 09:01 Florentino Perez, forseta Real Madrid, pg Lionel Messi með nýja PSG búninginn. Samsett/EPA Forseti Real Madrid hafnar þeim ásökunum að hann hafi reynt að hjálpa til að koma Lionel Messi úr spænsku deildinni. Real Madrid þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að stöðva Lionel Messi hjá Barcelona. Messi er ekki lengur leikmaður Barca heldur kominn til Paris Saint Germain. .@realmadrid president Florentino Perez denies having any involvement in Lionel Messi's exit from @FCBarcelona after more than two decades #Ligue1 https://t.co/Y0B32nkG5Y— Firstpost Sports (@FirstpostSports) August 11, 2021 Nú stendur spænska deildin eftir án sinnar stærstu stjörnu og innanbúðarmaður hjá Börsungum hefur bent á Florentino Perez, forseta Real Madrid, sem geranda í þessu máli. Jaume Llopis, fyrrum stjórnarmaður hjá Joan Laporta hjá Barcelona, sagði af sér þegar Lionel Messi fór frá félaginu. Hann heldur því fram að bæði Perez og Ferran Reverter, framkvæmdastjóri Barcelona, hafi sannfært Laporta um bæði að láta Messi fara sem og að samþykkja ekki söluna á tíu prósent hlut í spænsku deildinni til fjárfestingarsjóðsins CVC Capital Partners. Spænska knattspyrnusambandið er líka að berjast á móti sölunni til CVC Capital Partners sem það telur hana ólöglega. Former Espai Barca Commissioner, Jaume Llopis, previously stated he believes Ferran Reverter and Florentino Pérez convinced Laporta to allow Messi to leave Now, Florentino Pérez has come and stated how it is impossible for that to have happened! #LLL pic.twitter.com/qXwVLxHp3y— La Liga Lowdown (@LaLigaLowdown) August 11, 2021 Hefði salan gengið í gegn þá hefði deildin fengið samtals 2,7 milljarða evra innspýtingu sem hefði um leið þýtt að Barcelona hefði meira pláss innan þá hærra launaþaks til að semja við Messi. Perez hefur krafist þess að Llopis dragi orð sín til baka. „Það er ómögulegt fyrir mig að hafa einhver áhrif hjá Barcelona hvort sem það snýr að brottför Mressi eða einhverri annarri ákvörðun hjá F.C. Barcelona,“ sagði Florentino Perez. „Það er líka hrein lygi að ég hafi verið vinur Ferran Reverter hjá Barcelona þar sem ég hef aðeins hitt hann tvisvar sinnum á ævinni, fyrst fyrir fjórum mánuðum og svo aftur á laugardaginn á fundinum með Joan Laporta forseta og Andrea Agnelli, forseta Juventus,“ sagði Perez. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Real Madrid þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að stöðva Lionel Messi hjá Barcelona. Messi er ekki lengur leikmaður Barca heldur kominn til Paris Saint Germain. .@realmadrid president Florentino Perez denies having any involvement in Lionel Messi's exit from @FCBarcelona after more than two decades #Ligue1 https://t.co/Y0B32nkG5Y— Firstpost Sports (@FirstpostSports) August 11, 2021 Nú stendur spænska deildin eftir án sinnar stærstu stjörnu og innanbúðarmaður hjá Börsungum hefur bent á Florentino Perez, forseta Real Madrid, sem geranda í þessu máli. Jaume Llopis, fyrrum stjórnarmaður hjá Joan Laporta hjá Barcelona, sagði af sér þegar Lionel Messi fór frá félaginu. Hann heldur því fram að bæði Perez og Ferran Reverter, framkvæmdastjóri Barcelona, hafi sannfært Laporta um bæði að láta Messi fara sem og að samþykkja ekki söluna á tíu prósent hlut í spænsku deildinni til fjárfestingarsjóðsins CVC Capital Partners. Spænska knattspyrnusambandið er líka að berjast á móti sölunni til CVC Capital Partners sem það telur hana ólöglega. Former Espai Barca Commissioner, Jaume Llopis, previously stated he believes Ferran Reverter and Florentino Pérez convinced Laporta to allow Messi to leave Now, Florentino Pérez has come and stated how it is impossible for that to have happened! #LLL pic.twitter.com/qXwVLxHp3y— La Liga Lowdown (@LaLigaLowdown) August 11, 2021 Hefði salan gengið í gegn þá hefði deildin fengið samtals 2,7 milljarða evra innspýtingu sem hefði um leið þýtt að Barcelona hefði meira pláss innan þá hærra launaþaks til að semja við Messi. Perez hefur krafist þess að Llopis dragi orð sín til baka. „Það er ómögulegt fyrir mig að hafa einhver áhrif hjá Barcelona hvort sem það snýr að brottför Mressi eða einhverri annarri ákvörðun hjá F.C. Barcelona,“ sagði Florentino Perez. „Það er líka hrein lygi að ég hafi verið vinur Ferran Reverter hjá Barcelona þar sem ég hef aðeins hitt hann tvisvar sinnum á ævinni, fyrst fyrir fjórum mánuðum og svo aftur á laugardaginn á fundinum með Joan Laporta forseta og Andrea Agnelli, forseta Juventus,“ sagði Perez.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira