Íslenskir sérfræðingar í lykilhlutverki við gerð leiðbeininga Alþjóðabankans á sviði jarðhita Heimsljós 12. ágúst 2021 16:02 Hari Íslenskir jarðhitasérfræðingar unnu að skýrslu fyrir Orkusjóð Alþjóðabankans undir stjórn Elínar Hallgrímsdóttur jarðhitasérfræðings. Orkusjóður Alþjóðabankans, ESMAP, gaf á dögunum út skýrslu um bestu starfshætti við hagkvæmniathuganir fyrir jarðhitavirkjanir en skýrslan var unnin af íslenskum jarðhitasérfræðingum. Skýrslan inniheldur leiðbeiningar um gerð hagkvæmnirathugana vegna jarðhitavirkjana og spratt upp úr vinnu íslenskra sérfræðinga við undirbúning jarðhitaverkefnis Alþjóðabankans í El Salvador. Starfsfólk ESMAP, undir stjórn Elínar Hallgrímsdóttur jarðhitasérfræðings, leiddi skýrslugerðina en hún var unnin af teymi íslenskra sérfræðinga af ráðgjafalista utanríkisráðuneytisins á sviði jarðhita. Utanríkisráðuneytið hefur undanfarin ár haldið úti lista yfir ráðgjafa á grundvelli samstarfsyfirlýsingar við ESMAP. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er þróunarframlag Íslands meðal annars veitt með tæknilegri aðstoð á þessum sviðum. Þess má geta að ráðuneytið á í samstarfi við Ríkiskaup þegar kemur að umsýslu og eftirliti með ráðgjafalistum. ESMAP styður mótun endurnýjanlegra orkuverkefna í þróunarlöndum sem bankinn og fleiri aðilar fjármagna síðar ef vel tekst til. ESMAP er líka þekkingarsetur um endurnýjanlega orku en Ísland hefur um nokkurra ára skeið fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá ESMAP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Jarðhiti Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent
Orkusjóður Alþjóðabankans, ESMAP, gaf á dögunum út skýrslu um bestu starfshætti við hagkvæmniathuganir fyrir jarðhitavirkjanir en skýrslan var unnin af íslenskum jarðhitasérfræðingum. Skýrslan inniheldur leiðbeiningar um gerð hagkvæmnirathugana vegna jarðhitavirkjana og spratt upp úr vinnu íslenskra sérfræðinga við undirbúning jarðhitaverkefnis Alþjóðabankans í El Salvador. Starfsfólk ESMAP, undir stjórn Elínar Hallgrímsdóttur jarðhitasérfræðings, leiddi skýrslugerðina en hún var unnin af teymi íslenskra sérfræðinga af ráðgjafalista utanríkisráðuneytisins á sviði jarðhita. Utanríkisráðuneytið hefur undanfarin ár haldið úti lista yfir ráðgjafa á grundvelli samstarfsyfirlýsingar við ESMAP. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er þróunarframlag Íslands meðal annars veitt með tæknilegri aðstoð á þessum sviðum. Þess má geta að ráðuneytið á í samstarfi við Ríkiskaup þegar kemur að umsýslu og eftirliti með ráðgjafalistum. ESMAP styður mótun endurnýjanlegra orkuverkefna í þróunarlöndum sem bankinn og fleiri aðilar fjármagna síðar ef vel tekst til. ESMAP er líka þekkingarsetur um endurnýjanlega orku en Ísland hefur um nokkurra ára skeið fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá ESMAP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Jarðhiti Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent