Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:55 13 eru á gjörgæslu á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. „Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Staðan hjá okkur er mjög þung á gjörgæslunni. Við erum með þrettán sjúklinga inniliggjandi og fimm af þeim eru í öndunarvélum, þannig að við getum sagt að ástandið hér sé vægast sagt þungt hjá okkur,“ segir Ólafur. Þó þrettán séu inniliggjandi er aðeins mannað fyrir tíu sjúklinga. Ólafur segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólk. „Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira.“ Þá hefur þegar einn sjúklingur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki covid-smitaður. Slíkir flutningar eru erfiðari og sjúklingar þurfa að vera í sérstökum hylkjum á meðan ferðalaginu stendur. Ólafur segir stöðuna erfiða. „Við ráðum við stöðuna eins og er, en það er bara okkar frábæra starfsfólki að þakka. Staðan er hins vegar mjög þung og það reynir mikið á starfsfólkið okkar og það er þeirra eljusemi að þakka að við ráðum við þetta. En að því sögðu er starfsfólk orðið mjög þreytt, það er búið að vinna mjög mikið en kannski lítið þol eftir hjá okkur,“ segir hann. Það má kannski lítið út af bregða í þessu ástandi? „Já við erum stödd þar,“ segir Ólafur. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega í ljósi þess að smit eru mjög mörg og mikið um innlagnir, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég sé áhyggjufullur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira