Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2021 08:00 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyri hafa lengi verið umdeildar. MYND/ZEPPELIN ARKITEKTAR Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Uppbygging á umræddum reit hefur lengi verið hitamál fyrir norðan en margir bæjarbúar hafa lagst gegn hugmyndum SS Byggis um byggingu háhýsa nærri miðbænum. Í október 2019 greindi Vísir frá því að bæjarstjórn Akureyrar hafi samþykkt nýja skipulagslýsingu sem lið í því að breyta aðalskipulagi á svæðinu. Með breytingunni yrði verktakafyrirtækinu heimilt að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða blandaða byggð á reitnum. Eftir mótmæli bæjarbúa var lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Sú tillaga kallaði sömuleiðis á að gildandi aðalskipulagi yrði breytt en í því er gert ráð fyrir þremur til fjórum hæðum. Efnt var til ráðgefandi atkvæðagreiðslu vegna þessa í maí en 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með núgildandi skipulagi. Forsvarsmenn SS Byggis höfðu þá áður útilokað að fyrirtækið myndi koma að byggingu fimm hæða húsa á svæðinu. Yrðu tillögur SS Byggis að veruleika myndu þær breyta bæjarmyndinni töluvert.ZEPPELIN ARKITEKTAR Vilja nú losna við lóðirnar SS Byggir á lóðir og húsnæði á umræddum reit og bauð Akureyrarbæ að kaupa eignirnar fyrr á þessu ári. Reiturinn er stutt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að og skammt frá miðbæ Akureyrar. „Eins og ég sé þetta þá er eina leiðin til þess að þarna verði einhver uppbygging að Akureyrarbær eignist allt svæðið og úthluti lóðunum á hefðbundnu lóðaverði. Þá er kannski hægt að gera einhverja minni byggð þarna,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, í samtali við Vísi. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi ekki enn svarað erindinu. Horfa má á kynningu á umræddri tillögu SS Byggis í spilaranum hér fyrir neðan. Helgi áætlar að verktakinn eigi um 40 prósent af þeim fasteignum sem þyrftu að víkja svo ráðast mætti í nýja uppbyggingu. Þar á meðal er gamalt verkstæði sem SS Byggir hætti að nota fyrir 20 árum og iðnaðarbil sem var keypt í tengslum við verkefnið. Eftir standa aðrar eignir á reitnum sem þarf að ryðja áður en hægt er að byggja á svæðinu, með tilheyrandi kostnaði. „Eignirnar eru allar í fullum rekstri, það þarf að kaupa þær fyrst og rífa þær og svo þarf að borga gatnagerðargjöld og annað. Til þess að slíkt geti borið sig og það séu efnahagslegar forsendur fyrir verkefninu þá þarf byggingarmagn að vera meira en nú er í boði,“ segir Helgi. „Þú nærð ekki því byggingamagni nema hugsanlega með randbyggð eða eitthvað svoleiðis en við teljum að slík byggð muni ekki verða fýsilegur kostur fyrir kaupendur niður á Eyri eins og staðan er núna.“ Með randbyggð er átt við húsaröð þar byggingar mynda lokaða samfellu meðfram ytri jaðri götureits. Reiturinn afmarkast af rauðu línunum.Akureyrarbær Helgi bætir við að umhverfið nærri Oddeyrarreitnum sé ekki fyrir alla og jafnvel ólíklegt að verkefni með lágreistri byggð myndi fá fjármögnun hjá fjármálastofnunum. Eins og staðan sé núna blasi þarna við fyrirtæki og braggar sem megi muna sinn fífil fegri. „Á meðan meiri uppbygging hefur ekki átt sér stað á Eyrinni þá er útsýnið ekki eins og best verður á kosið. Það er ekkert gaman að horfa á einhver iðnaðarport í niðurníðslu út um gluggana.“ Betra sé að geta boðið fólki upp á útsýni yfir bæinn og hinn fagra Eyjafjörð. Gilandi skipulag sem gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum.Akureyrarbær Byggingarnar myndu passa illa á svæðinnu Tillaga SS Byggis um sex til átta hæða hús var kynnt bæjarbúum í maí 2020 og nokkru síðar lagði meirihluti skipulagsráðs til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem sneri að fyrirhugaðri uppbyggingu yrði auglýst. Í kjölfarið skráðu yfir tvö þúsund manns sig í Facebook-hóp þar sem tillögum um háhýsabyggð á svæðinu var mótmælt. Stofnandi hópsins sagði í samtali við Vísi í september í fyrra að hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi illa að aðliggjandi byggð. Umræddur reitur væri á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Akureyri Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Uppbygging á umræddum reit hefur lengi verið hitamál fyrir norðan en margir bæjarbúar hafa lagst gegn hugmyndum SS Byggis um byggingu háhýsa nærri miðbænum. Í október 2019 greindi Vísir frá því að bæjarstjórn Akureyrar hafi samþykkt nýja skipulagslýsingu sem lið í því að breyta aðalskipulagi á svæðinu. Með breytingunni yrði verktakafyrirtækinu heimilt að byggja allt að fimm sex til ellefu hæða blandaða byggð á reitnum. Eftir mótmæli bæjarbúa var lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Sú tillaga kallaði sömuleiðis á að gildandi aðalskipulagi yrði breytt en í því er gert ráð fyrir þremur til fjórum hæðum. Efnt var til ráðgefandi atkvæðagreiðslu vegna þessa í maí en 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með núgildandi skipulagi. Forsvarsmenn SS Byggis höfðu þá áður útilokað að fyrirtækið myndi koma að byggingu fimm hæða húsa á svæðinu. Yrðu tillögur SS Byggis að veruleika myndu þær breyta bæjarmyndinni töluvert.ZEPPELIN ARKITEKTAR Vilja nú losna við lóðirnar SS Byggir á lóðir og húsnæði á umræddum reit og bauð Akureyrarbæ að kaupa eignirnar fyrr á þessu ári. Reiturinn er stutt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að og skammt frá miðbæ Akureyrar. „Eins og ég sé þetta þá er eina leiðin til þess að þarna verði einhver uppbygging að Akureyrarbær eignist allt svæðið og úthluti lóðunum á hefðbundnu lóðaverði. Þá er kannski hægt að gera einhverja minni byggð þarna,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, í samtali við Vísi. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi ekki enn svarað erindinu. Horfa má á kynningu á umræddri tillögu SS Byggis í spilaranum hér fyrir neðan. Helgi áætlar að verktakinn eigi um 40 prósent af þeim fasteignum sem þyrftu að víkja svo ráðast mætti í nýja uppbyggingu. Þar á meðal er gamalt verkstæði sem SS Byggir hætti að nota fyrir 20 árum og iðnaðarbil sem var keypt í tengslum við verkefnið. Eftir standa aðrar eignir á reitnum sem þarf að ryðja áður en hægt er að byggja á svæðinu, með tilheyrandi kostnaði. „Eignirnar eru allar í fullum rekstri, það þarf að kaupa þær fyrst og rífa þær og svo þarf að borga gatnagerðargjöld og annað. Til þess að slíkt geti borið sig og það séu efnahagslegar forsendur fyrir verkefninu þá þarf byggingarmagn að vera meira en nú er í boði,“ segir Helgi. „Þú nærð ekki því byggingamagni nema hugsanlega með randbyggð eða eitthvað svoleiðis en við teljum að slík byggð muni ekki verða fýsilegur kostur fyrir kaupendur niður á Eyri eins og staðan er núna.“ Með randbyggð er átt við húsaröð þar byggingar mynda lokaða samfellu meðfram ytri jaðri götureits. Reiturinn afmarkast af rauðu línunum.Akureyrarbær Helgi bætir við að umhverfið nærri Oddeyrarreitnum sé ekki fyrir alla og jafnvel ólíklegt að verkefni með lágreistri byggð myndi fá fjármögnun hjá fjármálastofnunum. Eins og staðan sé núna blasi þarna við fyrirtæki og braggar sem megi muna sinn fífil fegri. „Á meðan meiri uppbygging hefur ekki átt sér stað á Eyrinni þá er útsýnið ekki eins og best verður á kosið. Það er ekkert gaman að horfa á einhver iðnaðarport í niðurníðslu út um gluggana.“ Betra sé að geta boðið fólki upp á útsýni yfir bæinn og hinn fagra Eyjafjörð. Gilandi skipulag sem gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum.Akureyrarbær Byggingarnar myndu passa illa á svæðinnu Tillaga SS Byggis um sex til átta hæða hús var kynnt bæjarbúum í maí 2020 og nokkru síðar lagði meirihluti skipulagsráðs til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem sneri að fyrirhugaðri uppbyggingu yrði auglýst. Í kjölfarið skráðu yfir tvö þúsund manns sig í Facebook-hóp þar sem tillögum um háhýsabyggð á svæðinu var mótmælt. Stofnandi hópsins sagði í samtali við Vísi í september í fyrra að hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi illa að aðliggjandi byggð. Umræddur reitur væri á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt.
Akureyri Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47
Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36