PSG sigraði Strasbourg á heimavelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 21:05 Kylian Mbappé með boltann í leiknum í kvöld AP Photo/Francois Mori Paris Saint Germain sigraði í kvöld lið Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni. Parísarliðið var án Neymar og einnig án nýjasta liðsmannsins, Lionel Messi. Lokatölur leiksins 4-2 í leik sem hefði aldrei átt að verða eins jafn og hann varð. Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá. Franski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor. Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi. First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA @MauroIcardi 3' @KMbappe 26' Draxler 27' # #ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021 Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa. Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé. PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá.
Franski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira