Ætlaði að sækja 27 þúsund krónur en fékk 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 11:36 Ekki liggur fyrir hvort vinningshafarnir hyggjast taka vinningsupphæðina út í reiðufé. Getty Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér 54,8 milljóna króna Lottópotti frá 7. ágúst hafa gefið sig fram. Að sögn Íslenskrar getspár komst annar þeirra í leitirnar þegar undrandi kona leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. „Meðferðis hafði hún Lottómiða sem maðurinn hennar hafði beðið hana um að koma til okkar og sækja 27 þúsund króna vinninginn sem hann taldi að á honum væri. En annað kom í ljós; vinningurinn var ekki 27 þúsund heldur 27 milljónir og tæplega 400 þúsund krónum betur,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Áður hafði maðurinn látið skoða miðann á sölustað þar sem bæði hann og starfsmaðurinn lásu upphæðina vitlaust. Miðinn var síðan settur aftur í veskið og beðið eftir næstu ferð í bæinn. Að sögn Íslenskrar getspár keypti eigandinn miðann í Olís í Varmahlíð þegar hann var á ferðalagi um Norðurland. Ætlar að fá sér annan mjólkurhristing Eigandi hins vinningsmiðans var að kaupa sér mjólkurhristing rétt fyrir lokun á þjónustustöð N1 á Þingeyri þegar hann bætti óvænt við einum tíu raða Lottómiða með Jóker. „Hann kom aftur í söluskálann daginn eftir – til að kaupa sér sjeik, var spurður hvort hann hefði hugsanlega keypt vinningsmiðann og mikil var gleðin þegar kom í ljós að það var akkúrat málið,“ segir í tilkynningu Íslenskrar getspár. Vinningshafinn sagði alveg ljóst í hvað vinningurinn færi: Hann ætlar að kaupa sér íbúð og kannski einn mjólkurhristing til. Fjárhættuspil Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Meðferðis hafði hún Lottómiða sem maðurinn hennar hafði beðið hana um að koma til okkar og sækja 27 þúsund króna vinninginn sem hann taldi að á honum væri. En annað kom í ljós; vinningurinn var ekki 27 þúsund heldur 27 milljónir og tæplega 400 þúsund krónum betur,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Áður hafði maðurinn látið skoða miðann á sölustað þar sem bæði hann og starfsmaðurinn lásu upphæðina vitlaust. Miðinn var síðan settur aftur í veskið og beðið eftir næstu ferð í bæinn. Að sögn Íslenskrar getspár keypti eigandinn miðann í Olís í Varmahlíð þegar hann var á ferðalagi um Norðurland. Ætlar að fá sér annan mjólkurhristing Eigandi hins vinningsmiðans var að kaupa sér mjólkurhristing rétt fyrir lokun á þjónustustöð N1 á Þingeyri þegar hann bætti óvænt við einum tíu raða Lottómiða með Jóker. „Hann kom aftur í söluskálann daginn eftir – til að kaupa sér sjeik, var spurður hvort hann hefði hugsanlega keypt vinningsmiðann og mikil var gleðin þegar kom í ljós að það var akkúrat málið,“ segir í tilkynningu Íslenskrar getspár. Vinningshafinn sagði alveg ljóst í hvað vinningurinn færi: Hann ætlar að kaupa sér íbúð og kannski einn mjólkurhristing til.
Fjárhættuspil Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira