Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 21:12 Andri Hjörvar var virkilega sáttur með þrjú stig í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. „Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
„Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira