Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 23:30 Mike Ashley, stofnandi og stærsti hluthafi Sports Direct, hefur aldrei verið vinsæll í Newcastle. Mynd/Getty SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum. Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum.
Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira