Topplið Valsmanna með langflest gul spjöld í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 14:00 Valsmenn fá mikið af stigum en þeir fá líka mikið af spjöldum. Vísir/Bára Valsmenn hafa verið duglegir að ná sér í stig í Pepsi Max deild karla í sumar en þeir hafa líka verið duglegir að ná sér í gul spjöld. Ekkert lið í deildinni hefur fengið fleiri gul spjöld en Hlíðaendaliðið í sumar og í raun eru Valsmenn í nokkrum sérflokki. Valur hefur fengið alls 46 gul spjöld í 17 leikjum eða 2,7 að meðaltali í leik. Það eru sex fleiri gul spjöld en næsta lið sem er Fylkir. Víkingur og KR eru síðan bæði með 39 gul eða einu spjaldi færra en Árbæjarliðið. Það eru tveir leikmenn Valsmenn sem hafa verið einstaklega duglegir að safna gulum spjöldum í sumar en það eru miðjumaðurinn Birkir Heimisson og miðvörðurinn Rasmus Christiansen. Báðir hafa þeir fengið sjö gul spjöld sem er það mesta hjá öllum leikmönnum Pepsi Max deildarinnar til þess í sumar. Flest gul spjöld í Pepsi Max deild karla í fótbolta til þessa: 1. Valur 46 2. Fylkir 40 3. Víkingur 39 3. KR 39 5. ÍA 37 6. HK 36 7. Stjarnan 33 8. FH 32 9. Keflavík 30 9. KA 30 11. Breiðablik 29 12. Leiknir 25 Næstir á eftir þeim eru KR-ingarnir Grétar Snær Gunnarsson og Kjartan Henry Finnbogason sem og FH-ingurinn Guðmann Þórisson sem allir hafa fengið sex gul sjöld í deildinni í sumar. Valsmenn voru í öðru sæti yfir flest gul spjöld í fyrra en þeir fengu þá 48 gul spjöld. Blikar voru með flest gul spjöld í fyrra en hafa tekið sig mikið á milli tímabila. Valsliðið er þó ekki með flest refsistig í Pepsi Max deild karla í sumar því Valsmenn hafa fengið aðeins eitt rautt spjald. Rauðu spjöld hjá Skagamönnum, sem eru fjögur talsins, skila liðinu flestum refsistigum af öllum liðum deildarinnar. Leiknir er aftur á móti það lið sem hefur fengið fæst gul spjöld í sumar eða 25. Það er fjórum spjöldum færra en Blikar og fimm færri en Keflavík. Leiknismenn hafa fengið eitt rautt spjald en bæði Blikar og Keflvíkingar hafa ekki séð rautt í Pepsi Max deildinni í sumar. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ekkert lið í deildinni hefur fengið fleiri gul spjöld en Hlíðaendaliðið í sumar og í raun eru Valsmenn í nokkrum sérflokki. Valur hefur fengið alls 46 gul spjöld í 17 leikjum eða 2,7 að meðaltali í leik. Það eru sex fleiri gul spjöld en næsta lið sem er Fylkir. Víkingur og KR eru síðan bæði með 39 gul eða einu spjaldi færra en Árbæjarliðið. Það eru tveir leikmenn Valsmenn sem hafa verið einstaklega duglegir að safna gulum spjöldum í sumar en það eru miðjumaðurinn Birkir Heimisson og miðvörðurinn Rasmus Christiansen. Báðir hafa þeir fengið sjö gul spjöld sem er það mesta hjá öllum leikmönnum Pepsi Max deildarinnar til þess í sumar. Flest gul spjöld í Pepsi Max deild karla í fótbolta til þessa: 1. Valur 46 2. Fylkir 40 3. Víkingur 39 3. KR 39 5. ÍA 37 6. HK 36 7. Stjarnan 33 8. FH 32 9. Keflavík 30 9. KA 30 11. Breiðablik 29 12. Leiknir 25 Næstir á eftir þeim eru KR-ingarnir Grétar Snær Gunnarsson og Kjartan Henry Finnbogason sem og FH-ingurinn Guðmann Þórisson sem allir hafa fengið sex gul sjöld í deildinni í sumar. Valsmenn voru í öðru sæti yfir flest gul spjöld í fyrra en þeir fengu þá 48 gul spjöld. Blikar voru með flest gul spjöld í fyrra en hafa tekið sig mikið á milli tímabila. Valsliðið er þó ekki með flest refsistig í Pepsi Max deild karla í sumar því Valsmenn hafa fengið aðeins eitt rautt spjald. Rauðu spjöld hjá Skagamönnum, sem eru fjögur talsins, skila liðinu flestum refsistigum af öllum liðum deildarinnar. Leiknir er aftur á móti það lið sem hefur fengið fæst gul spjöld í sumar eða 25. Það er fjórum spjöldum færra en Blikar og fimm færri en Keflavík. Leiknismenn hafa fengið eitt rautt spjald en bæði Blikar og Keflvíkingar hafa ekki séð rautt í Pepsi Max deildinni í sumar.
Flest gul spjöld í Pepsi Max deild karla í fótbolta til þessa: 1. Valur 46 2. Fylkir 40 3. Víkingur 39 3. KR 39 5. ÍA 37 6. HK 36 7. Stjarnan 33 8. FH 32 9. Keflavík 30 9. KA 30 11. Breiðablik 29 12. Leiknir 25
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira