Sýnataka sýndi fram á að fjöldi fugla sem drapst í bænum Grand Bassam í síðasta mánuði hafi verið smitaðir af H5N1-fuglaflensunni. Yfirvöld segja að þegar hafi verið gripið til aðgerða og fuglum verið slátrað.
Flutningur á fiðurfé hefur verið takmarkaður á svæðinu í kringum Grand Bassam en það er rúma fjörutíu kílómetra utan við Abidjan sem er einn helsti kaupstaður landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hefur innflutningur á fuglum frá öðrum löndum þar sem fuglaflensan hefur komið upp verið stöðvaður.
Þúsundum fugla var slátrað í Tógó og Gana þegar flensan greindist þar í júní og júlí. Tilfelli hafa einnig komið upp í Níger, Búrkína Fasó, Nígeríu, Máritaníu og Senegal á þessu ári. Síðast kom fuglaflensa upp á Fílabeinsströndinni árið 2006 og 2015.