„Það getur enginn séð það utan á okkur að við séum mínímalísk“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára gömul tveggja barna móðir sem vakið hefur athygli á Instagram fyrir mínímalískan lífsstíl. Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára tveggja barna móðir sem hefur vakið athygli fyrir mínímalískan lífsstíl. Þegar Sóley greindist með heilaæxli fyrir einu og hálfu ári síðan varð hún meðvitaðri um það hvernig hún ráðstafar tíma sínum. Hún segir tímasparnað vera helstu ástæðuna fyrir þeim lífsstíl sem hún hefur tileinkað sér og vinnur hún nú að því að hjálpa öðru fólki að einfalda líf sitt. Sóley ólst upp á Vogum í Vatnsleysuströnd og bjó hún þar í sama húsinu í átján ár. Eftir grunnskóla fór hún í framhaldsskóla og útskrifaðist af viðskiptafræðibraut. Eftir útskrift úr framhaldsskóla fór hún strax á vinnumarkað. „Ég mætti bara í síðasta lokaprófið mitt í vinnufötunum og fór bara strax að vinna. Ég er bara búin að vera vinnandi síðan, fyrir utan fæðingarorlof. Þannig líf mitt hefur einkennst af mjög mikilli vinnu,“ segir Sóley. Tvítug gat Sóley keypt sér sína fyrstu íbúð og flutti þar inn ásamt unnusta sínum. „Þá var ég ekkert búin að stimpla mig sem neitt og vissi lítið um þennan mínímalíska lífsstíl. Ég bara vann svo rosalega mikið að ég hafði ekki tíma til þess að gera neitt heima. Ég keypti bara svona það allra nauðsynlegasta og var bara rosalega sátt. Þannig að eftir að ég flutti út þá hef ég eiginlega alltaf búið svona mínímalískt og held ég muni aldrei breyta því.“ Þau Sóley og Aran, unnusti hennar, fluttu inn í sína fyrstu íbúð þegar Sóley var tvítug.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Amman gefur strákunum bleyjur í tækifærisgjafir Ári síðar eignaðist Sóley sitt fyrsta barn og fór þá fyrst að huga að því fyrir alvöru að vera ekki að sanka að sér dóti fyrir barnið þar sem plássið einfaldlega leyfði það ekki. Þegar drengurinn var sex mánaða átti hann aðeins fimm leikföng í einni lítilli körfu og segir Sóley hann hafa verið hæstánægðan. „En eins og þegar tengdamamma kom í heimsókn þá vildi hún alltaf koma með eitthvað, þannig við eiginlega stoppuðum hana af og sögðum ókei okkur vantar bleyjur, þannig ef þú vilt koma með eitthvað þá máttu bara koma með bleyjur. Síðan þá hefur hún pakkað inn bleyjum og gefið þær í jólagjafir og afmælisgjafir.“ Í dag á Sóley tvo syni, tveggja og þriggja ára og segir hún þeirra nánasta fólk almennt vera meðvitað um að gefa þeim hagnýtar gjafir. Sóley þarf til að mynda ekki að kaupa skó á syni sína, þar sem ein amman gefur þeim alltaf skó í afmælis- og jólagjafir. Sjálf gefur Sóley sonum sínum ekki jólagjafir, enda segir hún þá eiga allt sem þeir þurfa ásamt því að þeir fái gjafir frá öðrum. Hún segist þó gefa öðrum tækifærisgjafir en gerir sitt besta til þess að hafa þær hagnýtar og forðast það að fylla annarra manna heimili af dóti. Hér má sjá mínímalískar hugmyndir af skógjöfum sem Sóley deildi með fylgjendum sínum á Instagram fyrir síðustu jól.Instagram/Sóley Ósk Hafsteinsdóttir „Þetta snýst ekki um peninga. Við höfum keypt rándýrar gjafir bara vegna þess að það hentaði. Við höfum líka bara búið til gjafir eða gefið fjölskyldumyndatökur eða gjafabréf í Barnaloppuna.“ Hún segist aldrei nota gjafapappír, heldur pakki hún gjöfum inn í dagblöð. „Eru ekki öll heimili með svartan ruslapoka um jólin sem fyllist af gjafapappír sem fer svo bara í ruslið? Af hverju ekki bara að nota dagblað sem er nú þegar búið að prenta á og væri hvort sem er að fara lenda í tunnunni?“ Sóley segir þann lífsstíl sem hún lifir vera samansafn af hinum ýmsu venjum sem hún hafi tileinkað sér. „Við viljum bara lifa sem best og okkur finnst þetta besta leiðin til þess. Það er ekkert erfitt við þetta. Ef svo væri þá værum við ekki að þessu. Þannig að í rauninni finnst mér enginn galli við þetta, því við gerum bara nákvæmlega það sem við viljum. Það getur engin séð það utan á okkur að við séum mínímalísk.“ „Líkaminn sagði bara stopp hingað og ekki lengra“ Þrátt fyrir að Sóley hafi tileinkað sér það að eiga lítið af dóti strax þegar hún byrjaði að búa, varð ákveðinn vendipunktur í hennar lífi fyrir einu og hálfu ári sem varð til þess að Sóley fór að vera enn meðvitaðri um það hvernig hún kýs að verja tíma sínum. „Ég er búin að vera þreytt lengi, bæði andlega og líkamlega. Ég er búin að vinna svo mikið að eftir að ég útskrifaðist að ég bugaðist fyrir einu og hálfu ári. Líkaminn sagði bara stopp, hingað og ekki lengra. Ég fór í flog og missti meðvitund og stuttu eftir það þá greindist ég með heilaæxli.“ Heilaæxlið reyndist þó vera góðkynja en veikindin fengu Sóley til þess að forgangsraða í hvað hún væri að eyða tíma sínum. „Mér finnst strákarnir mínir bara eiga það skilið að eyða góðum tíma með mömmu og pabba og að við séum ekki alltaf í stressi. Ég vil ekki þurfa segja „Æ mamma getur ekki tekið þig upp núna, það er of mikill þvottur og alltof mikið sem þarf að sinna“ eða þurfa draga þá með mér út í búð bara til þess að kaupa kvöldmat fyrir kvöldið í kvöld. Strákarnir eru í fyrsta sæti og það eru þeir sem græða á þessu. Þeir græða þessar stundir og stressleysið og að líða vel með okkur eftir leikskóla.“ Það sem skiptir Sóleyju mestu máli er að geta eytt sem mestum tíma með strákunum sínum. Hún og Aran eiga synina Leó Mateó þriggja ára og Adam Elí tveggja ára.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Ákvað að opna Instagram eftir að hún greindist Sóley eyðir eins litlum tíma og hún kemst upp með í búðarferðir og tímabókanir og annað sem hún telur taka óþarfa tíma af fjölskyldunni. „Mig langar ekki til þess að eyða tíma í það að fara út í búð eða kaupa spariföt fyrir eina veislu. Við erum ekki að spá í peningum, heldur snýst þetta um að þurfa drösla tveimur krökkum í Kringluna. Þeir eiga einar gallabuxur hvor um sig og það er bara það sem þeir fara í þegar við förum í veislur. Það að þeim líði vel og séu snyrtilegir er það eina sem skiptir máli. Þeir eru í fyrsta sæti.“ Eftir að Sóley veiktist tók hún þá ákvörðun að opna Instagram síðu þar sem hún myndi sýna frá lífsstíl sínum. Það var stórt skref fyrir hana þar sem hún þekkti lítið til samfélagsmiðla. „Ég hafði verið að tala við mágkonu mína um stútkönnur. Ég segi henni að strákurinn minn eigi bara eina stútkönnu og að hann hafi átt hana í þrjú ár. Hún varð svo ótrúlega hissa og segir að það séu örugglega hundrað stútkönnur á hennar heimili. Þá fór ég að hugsa bara af hverju hún myndi kaupa stútkönnu úti í búð ef hún ætti þannig heima og hvað ætli sé búinn að fara mikill peningur í þetta. Það fékk mig svona til þess að pæla hvort það væri kannski enginn að spá í þessu.“ Fær skilaboð frá fylgjendum sem ráða ekkert við allt dótið sitt Sóley opnaði Instagram reikninginn í ágúst á síðasta ári og fékk góðar viðtökur. Hún sýnir frá mínímalískum lífsstíl, deilir sparnaðar- og skipulagsráðum og sýnir hvernig minnka megi matarsóun. „Ég hef bara fengið góðar viðtökur og mér líður eins og hver og einn einasti fylgjandi hafi sent mér skilaboð og sýnt mér að hann hafi verið að taka til í einhverjum skáp eða létta á barnaherberginu. Ég tala mikið við fylgjendur mína og elska ekkert meira en þegar fólk sendir mér myndbönd bara „Sjáðu hvað skúffan mín er fín!“ eða „Sjáðu ég tók til í fataskápnum!“.“ Þá hefur Sóley fengið skilaboð frá fylgjendum sem segjast ekkert ráða við allt dótið sem þau eiga og hafa sankað að sér í gegnum tíðina. „Ég held það gefi fólki bara skammtímaánægju að kaupa sér nýja flík eða eitthvað fyrir barnið sitt. Þessi hamingja dugar svo stutt. Ef ég hugsa fimm ár aftur í tímann, þá man ég að ég fór í verslunarferð til útlanda. Ég man hvað ég var ánægð þá, en er ég ánægð núna? Nei, það er ég ekki. Hvað hefur það kostað mig mikinn tíma að taka til í fataskápnum og margar ferðir í Rauða krossinn síðan að losa mig við þetta. Ef fólki líður illa þá fer það á netið og verslar sér og það gleður í smá stund. Við erum öll sek um þetta en þetta skilar ekki langtímalausn.“ Sóley er dugleg að sýna frá lífsstíl sínum og deila ráðum með fylgjendum sínum um hvernig einfalda megi líf sitt.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Mörgum kann að finnast áhugavert og fræðandi að fylgjast með lífsstíl Sóleyjar. Hún telur það þó ekki koma nægilega vel fram á Instagram að lífsstíll hennar snýst ekki um að lifa eftir boðum og bönnum. Hún segist ekki neita sér ekki um neitt heldur hafi langanir hennar breyst með breyttum hugsunarhætti. „Við gerum nákvæmlega það sem við viljum. Málið er kannski bara að lifa sátt og kaupa minna og nota það sem við eigum. Þetta snýst í grunninn allt um tímann. Hvar viltu eyða tímanum þínum? Eru það heimilisverk og búðarferðir eða eru það börnin og áhugamálin? Lífsstílinn okkar snýst í rauninni bara um það að eyða tímanum okkar í það sem okkur langar.“ Sóley segist lifa afar venjulegu lífi og að enginn geti séð það utan á þeim að þau aðhyllist mínímalískan lífsstíl. „Stundum skrepp ég alveg í búðina á fimmtudegi að kaupa mjólk en ég er ekkert endilega að taka upp símann til þess að sýna frá því. Það þarf heldur enginn að vera hissa að sjá mig í Kringlunni með burðarpoka. En ég fer hins vegar ekki í Kringluna bara til þess að hlaupa um og ná útsölum ef það er ekkert sem mig vantar.“ Sóley og fjölskylda fara til útlanda og leyfa sér að gera allt sem þau langar.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Gætu ekki gert þetta allt með heimili stútfullt af dóti „Við förum í utanlandsferðir og við kaupum okkur föt. Ef okkur langar í stórt sjónvarp þá bara kaupum við okkur það. Við erum bara ekki að kaupa þessa litlu hluti sem búa til drasl heima hjá manni. Við förum út að borða og við skemmtum okkur. Við höfum efni á því að gera það sem við viljum vegna þess að það er svo margt annað sem við kaupum okkur ekki. Við gætum ekki gert allt sem við erum að gera í dag ef við værum með heimili stútfullt af dóti.“ Þrátt fyrir ungan aldur er Sóley, ásamt unnusta sínum og öðru pari, að byggja hús sem þau ætla síðan að selja. Þessi fjárfesting var á fimm ára plani fjölskyldunnar en eftir greiningu Sóleyjar var ákveðið að setja allt í fimmta gír. „Markmiðið okkar í lífinu er að vera með sem minnst útgjöld á mánuði og ef við getum tekið að okkur nokkur svona verkefni til þess að eiga skuldlaust húsnæði í framtíðinni þá er það bara draumur.“ Sóley er afar skipulögð þegar kemur að fjármálum og hefur hún meðal annars sýnt frá því á Instagram hvernig hún heldur heimilisbókhald. „Ég held að það skipti ekki máli hvað er inni á bankabók. Það er nauðsynlegt fyrir alla að vita hvert peningurinn fer. Þú ert búinn að eyða heilum mánuði í vinnu og peningurinn er svo bara farinn og þú veist ekki hvar hann er. Þú ert kannski búinn að vera vinna í tíu ár og átt ekki sparnað. Hvar er peningurinn? Ef þú getur sparað þér tuttugu þúsund í matarinnkaupum, ekki þá taka þann tuttugu þúsund kall og eyða honum í eitthvað annað. Ef þig vantaði ekkert áður en þú áttir þennan pening, þá vantar þig það ekki heldur núna. Maður er alltaf að búa sér til einhverja löngun og þrá.“ Hér má sjá brot af þeim hagnýtu ráðum sem Sóley hefur deilt með fylgjendum sínum.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Helsta sparnaðarráð sem Sóley getur gefið fólki er að taka til í reikningunum hjá sér. Hún segist leggja mikið upp úr því að eyða sem minnstu hver mánaðamót. Hún hefur því takmarkað allar áskriftir og forðast raðgreiðslur. Næsta sparnaðarráð Sóleyjar hljómar einfalt - en það er að kaupa minna. „Flestir eiga nokkurra vikna matarbirgðir inni í ísskáp án þess að gera sér grein fyrir því. Það er oft svo mikill matur til hjá fólki að hann rennur bara út. Fólk fer í búð eftir einum mjólkurpott, sem er skiljanlegt, en kaupir alltaf eitthvað meira þó það sé til nóg af mat heima. Þetta safnast upp og svo einu sinni í mánuði er farið yfir það sem er útrunnið og þá er það kannski heill ruslapoki.“ Á Instagram síðu Sóleyjar má finna fleiri góð ráð til þess að minnka dótið heima hjá sér, spara tíma, pening og minnka matarsóun. Þá er Sóley þessa dagana að setja á laggirnar sitt eigið fyrirtæki, Heima og skipulag, þar sem hún mun hjálpa fólki enn frekar að koma röð og reglu á líf sitt. „Ég ætla að fara selja skipulagsvörur og hjálpa fólki að líða vel heima hjá sér. Þá verður líka í boði heimaþjónusta á vegum @hverhlutur, þar sem hún mætir heim til þín og þá verður í boði að kaupa skipulagsvörur af mér, þannig við verðum svona allur pakkinn. Þú átt að geta fengið allt hjá okkur.“ „Dreymir um þetta lúxus líf en það inniheldur bara ekki stútfullt heimili af dóti“ Sóley segir alla þá vinnu sem fjölskyldan stendur í núna vera hluti af því ferli að geta komið sér þannig fyrir í lífinu að þau geti verið skuld- og áhyggjulaus, átt sem mestan tíma saman og notið lífsins sem allra best. „Okkur dreymir um þetta lúxus líf en það inniheldur bara ekki stútfullt heimili af dóti, heldur frekar skuldlaust húsnæði svo allur okkar peningur geti bara farið í ferðalög og nóg af þeim.“ Þrátt fyrir að leggja hart að sér núna sjá Sóley og unnusti hennar fyrir sér að vera komin í hlutastarf um fertugt og hætta alfarið að vinna fyrr en flestir. „Lífið er of stutt fyrir svona mikla vinnu. Þess vegna erum við skynsöm með peninginn okkar og áður en við vitum eigum við nóg til að lifa góðu og áhyggjulausu lífi á meðan fólk á sama aldri og við erum enn í fullri vinnu og með fullt heimili af óþarfa dóti.“ Hægt er að fylgjast með Sóleyju á Instagram hér. Helgarviðtal Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Sóley ólst upp á Vogum í Vatnsleysuströnd og bjó hún þar í sama húsinu í átján ár. Eftir grunnskóla fór hún í framhaldsskóla og útskrifaðist af viðskiptafræðibraut. Eftir útskrift úr framhaldsskóla fór hún strax á vinnumarkað. „Ég mætti bara í síðasta lokaprófið mitt í vinnufötunum og fór bara strax að vinna. Ég er bara búin að vera vinnandi síðan, fyrir utan fæðingarorlof. Þannig líf mitt hefur einkennst af mjög mikilli vinnu,“ segir Sóley. Tvítug gat Sóley keypt sér sína fyrstu íbúð og flutti þar inn ásamt unnusta sínum. „Þá var ég ekkert búin að stimpla mig sem neitt og vissi lítið um þennan mínímalíska lífsstíl. Ég bara vann svo rosalega mikið að ég hafði ekki tíma til þess að gera neitt heima. Ég keypti bara svona það allra nauðsynlegasta og var bara rosalega sátt. Þannig að eftir að ég flutti út þá hef ég eiginlega alltaf búið svona mínímalískt og held ég muni aldrei breyta því.“ Þau Sóley og Aran, unnusti hennar, fluttu inn í sína fyrstu íbúð þegar Sóley var tvítug.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Amman gefur strákunum bleyjur í tækifærisgjafir Ári síðar eignaðist Sóley sitt fyrsta barn og fór þá fyrst að huga að því fyrir alvöru að vera ekki að sanka að sér dóti fyrir barnið þar sem plássið einfaldlega leyfði það ekki. Þegar drengurinn var sex mánaða átti hann aðeins fimm leikföng í einni lítilli körfu og segir Sóley hann hafa verið hæstánægðan. „En eins og þegar tengdamamma kom í heimsókn þá vildi hún alltaf koma með eitthvað, þannig við eiginlega stoppuðum hana af og sögðum ókei okkur vantar bleyjur, þannig ef þú vilt koma með eitthvað þá máttu bara koma með bleyjur. Síðan þá hefur hún pakkað inn bleyjum og gefið þær í jólagjafir og afmælisgjafir.“ Í dag á Sóley tvo syni, tveggja og þriggja ára og segir hún þeirra nánasta fólk almennt vera meðvitað um að gefa þeim hagnýtar gjafir. Sóley þarf til að mynda ekki að kaupa skó á syni sína, þar sem ein amman gefur þeim alltaf skó í afmælis- og jólagjafir. Sjálf gefur Sóley sonum sínum ekki jólagjafir, enda segir hún þá eiga allt sem þeir þurfa ásamt því að þeir fái gjafir frá öðrum. Hún segist þó gefa öðrum tækifærisgjafir en gerir sitt besta til þess að hafa þær hagnýtar og forðast það að fylla annarra manna heimili af dóti. Hér má sjá mínímalískar hugmyndir af skógjöfum sem Sóley deildi með fylgjendum sínum á Instagram fyrir síðustu jól.Instagram/Sóley Ósk Hafsteinsdóttir „Þetta snýst ekki um peninga. Við höfum keypt rándýrar gjafir bara vegna þess að það hentaði. Við höfum líka bara búið til gjafir eða gefið fjölskyldumyndatökur eða gjafabréf í Barnaloppuna.“ Hún segist aldrei nota gjafapappír, heldur pakki hún gjöfum inn í dagblöð. „Eru ekki öll heimili með svartan ruslapoka um jólin sem fyllist af gjafapappír sem fer svo bara í ruslið? Af hverju ekki bara að nota dagblað sem er nú þegar búið að prenta á og væri hvort sem er að fara lenda í tunnunni?“ Sóley segir þann lífsstíl sem hún lifir vera samansafn af hinum ýmsu venjum sem hún hafi tileinkað sér. „Við viljum bara lifa sem best og okkur finnst þetta besta leiðin til þess. Það er ekkert erfitt við þetta. Ef svo væri þá værum við ekki að þessu. Þannig að í rauninni finnst mér enginn galli við þetta, því við gerum bara nákvæmlega það sem við viljum. Það getur engin séð það utan á okkur að við séum mínímalísk.“ „Líkaminn sagði bara stopp hingað og ekki lengra“ Þrátt fyrir að Sóley hafi tileinkað sér það að eiga lítið af dóti strax þegar hún byrjaði að búa, varð ákveðinn vendipunktur í hennar lífi fyrir einu og hálfu ári sem varð til þess að Sóley fór að vera enn meðvitaðri um það hvernig hún kýs að verja tíma sínum. „Ég er búin að vera þreytt lengi, bæði andlega og líkamlega. Ég er búin að vinna svo mikið að eftir að ég útskrifaðist að ég bugaðist fyrir einu og hálfu ári. Líkaminn sagði bara stopp, hingað og ekki lengra. Ég fór í flog og missti meðvitund og stuttu eftir það þá greindist ég með heilaæxli.“ Heilaæxlið reyndist þó vera góðkynja en veikindin fengu Sóley til þess að forgangsraða í hvað hún væri að eyða tíma sínum. „Mér finnst strákarnir mínir bara eiga það skilið að eyða góðum tíma með mömmu og pabba og að við séum ekki alltaf í stressi. Ég vil ekki þurfa segja „Æ mamma getur ekki tekið þig upp núna, það er of mikill þvottur og alltof mikið sem þarf að sinna“ eða þurfa draga þá með mér út í búð bara til þess að kaupa kvöldmat fyrir kvöldið í kvöld. Strákarnir eru í fyrsta sæti og það eru þeir sem græða á þessu. Þeir græða þessar stundir og stressleysið og að líða vel með okkur eftir leikskóla.“ Það sem skiptir Sóleyju mestu máli er að geta eytt sem mestum tíma með strákunum sínum. Hún og Aran eiga synina Leó Mateó þriggja ára og Adam Elí tveggja ára.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Ákvað að opna Instagram eftir að hún greindist Sóley eyðir eins litlum tíma og hún kemst upp með í búðarferðir og tímabókanir og annað sem hún telur taka óþarfa tíma af fjölskyldunni. „Mig langar ekki til þess að eyða tíma í það að fara út í búð eða kaupa spariföt fyrir eina veislu. Við erum ekki að spá í peningum, heldur snýst þetta um að þurfa drösla tveimur krökkum í Kringluna. Þeir eiga einar gallabuxur hvor um sig og það er bara það sem þeir fara í þegar við förum í veislur. Það að þeim líði vel og séu snyrtilegir er það eina sem skiptir máli. Þeir eru í fyrsta sæti.“ Eftir að Sóley veiktist tók hún þá ákvörðun að opna Instagram síðu þar sem hún myndi sýna frá lífsstíl sínum. Það var stórt skref fyrir hana þar sem hún þekkti lítið til samfélagsmiðla. „Ég hafði verið að tala við mágkonu mína um stútkönnur. Ég segi henni að strákurinn minn eigi bara eina stútkönnu og að hann hafi átt hana í þrjú ár. Hún varð svo ótrúlega hissa og segir að það séu örugglega hundrað stútkönnur á hennar heimili. Þá fór ég að hugsa bara af hverju hún myndi kaupa stútkönnu úti í búð ef hún ætti þannig heima og hvað ætli sé búinn að fara mikill peningur í þetta. Það fékk mig svona til þess að pæla hvort það væri kannski enginn að spá í þessu.“ Fær skilaboð frá fylgjendum sem ráða ekkert við allt dótið sitt Sóley opnaði Instagram reikninginn í ágúst á síðasta ári og fékk góðar viðtökur. Hún sýnir frá mínímalískum lífsstíl, deilir sparnaðar- og skipulagsráðum og sýnir hvernig minnka megi matarsóun. „Ég hef bara fengið góðar viðtökur og mér líður eins og hver og einn einasti fylgjandi hafi sent mér skilaboð og sýnt mér að hann hafi verið að taka til í einhverjum skáp eða létta á barnaherberginu. Ég tala mikið við fylgjendur mína og elska ekkert meira en þegar fólk sendir mér myndbönd bara „Sjáðu hvað skúffan mín er fín!“ eða „Sjáðu ég tók til í fataskápnum!“.“ Þá hefur Sóley fengið skilaboð frá fylgjendum sem segjast ekkert ráða við allt dótið sem þau eiga og hafa sankað að sér í gegnum tíðina. „Ég held það gefi fólki bara skammtímaánægju að kaupa sér nýja flík eða eitthvað fyrir barnið sitt. Þessi hamingja dugar svo stutt. Ef ég hugsa fimm ár aftur í tímann, þá man ég að ég fór í verslunarferð til útlanda. Ég man hvað ég var ánægð þá, en er ég ánægð núna? Nei, það er ég ekki. Hvað hefur það kostað mig mikinn tíma að taka til í fataskápnum og margar ferðir í Rauða krossinn síðan að losa mig við þetta. Ef fólki líður illa þá fer það á netið og verslar sér og það gleður í smá stund. Við erum öll sek um þetta en þetta skilar ekki langtímalausn.“ Sóley er dugleg að sýna frá lífsstíl sínum og deila ráðum með fylgjendum sínum um hvernig einfalda megi líf sitt.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Mörgum kann að finnast áhugavert og fræðandi að fylgjast með lífsstíl Sóleyjar. Hún telur það þó ekki koma nægilega vel fram á Instagram að lífsstíll hennar snýst ekki um að lifa eftir boðum og bönnum. Hún segist ekki neita sér ekki um neitt heldur hafi langanir hennar breyst með breyttum hugsunarhætti. „Við gerum nákvæmlega það sem við viljum. Málið er kannski bara að lifa sátt og kaupa minna og nota það sem við eigum. Þetta snýst í grunninn allt um tímann. Hvar viltu eyða tímanum þínum? Eru það heimilisverk og búðarferðir eða eru það börnin og áhugamálin? Lífsstílinn okkar snýst í rauninni bara um það að eyða tímanum okkar í það sem okkur langar.“ Sóley segist lifa afar venjulegu lífi og að enginn geti séð það utan á þeim að þau aðhyllist mínímalískan lífsstíl. „Stundum skrepp ég alveg í búðina á fimmtudegi að kaupa mjólk en ég er ekkert endilega að taka upp símann til þess að sýna frá því. Það þarf heldur enginn að vera hissa að sjá mig í Kringlunni með burðarpoka. En ég fer hins vegar ekki í Kringluna bara til þess að hlaupa um og ná útsölum ef það er ekkert sem mig vantar.“ Sóley og fjölskylda fara til útlanda og leyfa sér að gera allt sem þau langar.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Gætu ekki gert þetta allt með heimili stútfullt af dóti „Við förum í utanlandsferðir og við kaupum okkur föt. Ef okkur langar í stórt sjónvarp þá bara kaupum við okkur það. Við erum bara ekki að kaupa þessa litlu hluti sem búa til drasl heima hjá manni. Við förum út að borða og við skemmtum okkur. Við höfum efni á því að gera það sem við viljum vegna þess að það er svo margt annað sem við kaupum okkur ekki. Við gætum ekki gert allt sem við erum að gera í dag ef við værum með heimili stútfullt af dóti.“ Þrátt fyrir ungan aldur er Sóley, ásamt unnusta sínum og öðru pari, að byggja hús sem þau ætla síðan að selja. Þessi fjárfesting var á fimm ára plani fjölskyldunnar en eftir greiningu Sóleyjar var ákveðið að setja allt í fimmta gír. „Markmiðið okkar í lífinu er að vera með sem minnst útgjöld á mánuði og ef við getum tekið að okkur nokkur svona verkefni til þess að eiga skuldlaust húsnæði í framtíðinni þá er það bara draumur.“ Sóley er afar skipulögð þegar kemur að fjármálum og hefur hún meðal annars sýnt frá því á Instagram hvernig hún heldur heimilisbókhald. „Ég held að það skipti ekki máli hvað er inni á bankabók. Það er nauðsynlegt fyrir alla að vita hvert peningurinn fer. Þú ert búinn að eyða heilum mánuði í vinnu og peningurinn er svo bara farinn og þú veist ekki hvar hann er. Þú ert kannski búinn að vera vinna í tíu ár og átt ekki sparnað. Hvar er peningurinn? Ef þú getur sparað þér tuttugu þúsund í matarinnkaupum, ekki þá taka þann tuttugu þúsund kall og eyða honum í eitthvað annað. Ef þig vantaði ekkert áður en þú áttir þennan pening, þá vantar þig það ekki heldur núna. Maður er alltaf að búa sér til einhverja löngun og þrá.“ Hér má sjá brot af þeim hagnýtu ráðum sem Sóley hefur deilt með fylgjendum sínum.Sóley Ósk Hafsteinsdóttir Helsta sparnaðarráð sem Sóley getur gefið fólki er að taka til í reikningunum hjá sér. Hún segist leggja mikið upp úr því að eyða sem minnstu hver mánaðamót. Hún hefur því takmarkað allar áskriftir og forðast raðgreiðslur. Næsta sparnaðarráð Sóleyjar hljómar einfalt - en það er að kaupa minna. „Flestir eiga nokkurra vikna matarbirgðir inni í ísskáp án þess að gera sér grein fyrir því. Það er oft svo mikill matur til hjá fólki að hann rennur bara út. Fólk fer í búð eftir einum mjólkurpott, sem er skiljanlegt, en kaupir alltaf eitthvað meira þó það sé til nóg af mat heima. Þetta safnast upp og svo einu sinni í mánuði er farið yfir það sem er útrunnið og þá er það kannski heill ruslapoki.“ Á Instagram síðu Sóleyjar má finna fleiri góð ráð til þess að minnka dótið heima hjá sér, spara tíma, pening og minnka matarsóun. Þá er Sóley þessa dagana að setja á laggirnar sitt eigið fyrirtæki, Heima og skipulag, þar sem hún mun hjálpa fólki enn frekar að koma röð og reglu á líf sitt. „Ég ætla að fara selja skipulagsvörur og hjálpa fólki að líða vel heima hjá sér. Þá verður líka í boði heimaþjónusta á vegum @hverhlutur, þar sem hún mætir heim til þín og þá verður í boði að kaupa skipulagsvörur af mér, þannig við verðum svona allur pakkinn. Þú átt að geta fengið allt hjá okkur.“ „Dreymir um þetta lúxus líf en það inniheldur bara ekki stútfullt heimili af dóti“ Sóley segir alla þá vinnu sem fjölskyldan stendur í núna vera hluti af því ferli að geta komið sér þannig fyrir í lífinu að þau geti verið skuld- og áhyggjulaus, átt sem mestan tíma saman og notið lífsins sem allra best. „Okkur dreymir um þetta lúxus líf en það inniheldur bara ekki stútfullt heimili af dóti, heldur frekar skuldlaust húsnæði svo allur okkar peningur geti bara farið í ferðalög og nóg af þeim.“ Þrátt fyrir að leggja hart að sér núna sjá Sóley og unnusti hennar fyrir sér að vera komin í hlutastarf um fertugt og hætta alfarið að vinna fyrr en flestir. „Lífið er of stutt fyrir svona mikla vinnu. Þess vegna erum við skynsöm með peninginn okkar og áður en við vitum eigum við nóg til að lifa góðu og áhyggjulausu lífi á meðan fólk á sama aldri og við erum enn í fullri vinnu og með fullt heimili af óþarfa dóti.“ Hægt er að fylgjast með Sóleyju á Instagram hér.
Helgarviðtal Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira