Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 17:50 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira