Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 10:44 Hazarar eru af mongólskum og miðasískum uppruna. Þeir eru um 9% afgönsku þjóðarinnar og hafa sætt ofsóknum af hálfu talibana í gegnum tíðina. Þeir eru flestir sjíamúslima en meirihluti Afgana eru sunníar. Vísir/EPA Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Frá því að þeir sölsuðu undir sig höfuðborgina Kabúl um síðustu helgi hafa leiðtogar talibana lofað öllu fögru um að þeir vilji aðeins frið og að þeir ætli að virða mannréttindi Afgana. Margir Afganar eru þó fullir efasemda enda minnugir ógnarstjórnar talibana síðast þegar þeir voru við völd frá 1996 til 2001. Amnesty International segist hafa rétt við vitni og séð myndir af fjöldamorði sem talibanar frömdu í Ghazni-héraði í austanverðu Afganistan í byrjun júlí. Þeir hafi myrt níu karlmenn af þjóðflokki hazara, þriðja fjölmennasta þjóðarbrotinu í landinu. Samtökin krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morðin. Þorpsbúar lýsa því að þeir hafi flúið til fjalla þegar sló í brýnu á milli talibana og stjórnarhersins. Þegar þeir sneru aftur heim biðu talibanar sem höfðu farið ránshendi um heimili þeirra eftir þeim. Vitnin segja að talibanarnir hafi skotið sex menn til bana, suma þeirra í höfuðið. Þrír þeirra hafi verið pyntaðir til dauða, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Einn mannanna er sagður hafa verið kyrktur með eigin trefli og aðrir beittir hrottalegu ofbeldi. Agnes Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty, segir morðin áminningu um afrekaskrá talibana í gegnum tíðina og hrollvekjandi vísbendingu um hvernig stjórn þeirra í landinu verði. Samtök hennar telja að enn fleiri morð hafi verið framin en frásagnir berist ekki af þeim vegna þess að talibanar hafi víða skemmt fjarskiptasenda. Þúsundir Afgana hafa í örvæntingu reynt að flýja land í þessari viku af ótta við nýja stjórn talibana. Á annan tug þeirra hefur fallið í mannþröng og átökum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þar sem fólk reyndi að komast um borð í flugvélar með öllum ráðum fyrr í vikunni.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins. 19. ágúst 2021 23:44