„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:46 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22
Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent