Tvær í forystu þegar keppni er hálfnuð - þeirri bestu fataðist flugið Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Toppkona heimslistans og Ólympíumeistarinn Nelly Korda vill eflaust bæta upp fyrir strembinn hring gærdagsins. Kevin C. Cox/Getty Images Spennan er mikil á toppnum á Opna breska mótinu í golfi sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þriðji hringur mótsins hefst í dag. Hin bandaríska Mina Harigae var á meðal þeirra sem lék best á öðrum hring mótsins í gær, á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallar, sem kom henni í forystu ásamt hinni ensku Georgiu Hall. Báðar eru þær á sjö höggum undir pari í heildina en Hall lék á 69 höggum í gær. Who should win shot of the day for Friday?Have your say in our poll below!#WorldClass pic.twitter.com/Y99WEsLC35— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, deildi forystunni eftir fyrsta hringinn en átti strembinn annan hring. Henni gekk bölvanlega á flötunum þar sem púttinn vildu hreinlega ekki niður og lauk hún hringnum á höggi yfir pari. Korda hefur farið mikinn í ár þar sem hún vann PGA-meistaramótið í júní og hlaut Ólympíugull í Japan á dögunum. Hún er á fjórum undir pari í heildina, jöfn fimm öðrum kylfingum í 12.-17. sæti, þar á meðal hinni sænsku Madelene Sagström sem hlaut sama skor og Korda á báðum hringjum. How we stand at the halfway stage of the AIG Women's Open!https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/6DFM1e30Um— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Sei-Young Kim frá Suður-Kóreu var jöfn þeim tveimur á toppnum eftir fyrsta hringinn en henni gekk betur en þeim Korda og Sagström í gær. Hún fór hringinn á höggi undir pari, og er því önnur á sex undir parinu í heildina, höggi á eftir efstu konum. Lizette Salas frá Bandaríkjunum er henni jöfn í 3.-4. sæti. Þar á eftir koma sjö kylfingar á fimm höggum undir pari, aðeins tveimur frá toppnum, og því ljóst að keppnin verður hörð á toppnum er þriðji hringur mótsins verður leikinn í dag. Keppni á Opna breska hefst klukkan 10:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hin bandaríska Mina Harigae var á meðal þeirra sem lék best á öðrum hring mótsins í gær, á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallar, sem kom henni í forystu ásamt hinni ensku Georgiu Hall. Báðar eru þær á sjö höggum undir pari í heildina en Hall lék á 69 höggum í gær. Who should win shot of the day for Friday?Have your say in our poll below!#WorldClass pic.twitter.com/Y99WEsLC35— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, deildi forystunni eftir fyrsta hringinn en átti strembinn annan hring. Henni gekk bölvanlega á flötunum þar sem púttinn vildu hreinlega ekki niður og lauk hún hringnum á höggi yfir pari. Korda hefur farið mikinn í ár þar sem hún vann PGA-meistaramótið í júní og hlaut Ólympíugull í Japan á dögunum. Hún er á fjórum undir pari í heildina, jöfn fimm öðrum kylfingum í 12.-17. sæti, þar á meðal hinni sænsku Madelene Sagström sem hlaut sama skor og Korda á báðum hringjum. How we stand at the halfway stage of the AIG Women's Open!https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/6DFM1e30Um— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Sei-Young Kim frá Suður-Kóreu var jöfn þeim tveimur á toppnum eftir fyrsta hringinn en henni gekk betur en þeim Korda og Sagström í gær. Hún fór hringinn á höggi undir pari, og er því önnur á sex undir parinu í heildina, höggi á eftir efstu konum. Lizette Salas frá Bandaríkjunum er henni jöfn í 3.-4. sæti. Þar á eftir koma sjö kylfingar á fimm höggum undir pari, aðeins tveimur frá toppnum, og því ljóst að keppnin verður hörð á toppnum er þriðji hringur mótsins verður leikinn í dag. Keppni á Opna breska hefst klukkan 10:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira