Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 14:31 Klopp var ánægður með sína menn en öllu ósáttari við Mike Dean, dómara. Catherine Ivill/Getty Images „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira