Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:31 Virgil van Dijk á enn eftir að tapa heimaleik í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Catherine Ivill/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu. Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira