Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 12:30 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Englands. EPA-EFE/Christophe Petit Tesson Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. Ekki kemur þó fram hvaða lið er um að ræða en aðeins örfá hafa efni á leikmanninum. Mbappé hefur verið orðaður frá félagi sínu París-Saint Germain undanfarið. Hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og hefur lýst yfir áhuga sínum að spila með spænska stórveldinu Real Madríd. A big offer from a Premier League club has come in for Kylian Mbappe and PSG may be open to selling him. pic.twitter.com/4qUuyn9pwF— Football Daily (@footballdaily) August 24, 2021 Bág fjárhagsstaða spænska félagsins gerir það hins vegar að verkum að það getur ekki keypt franska landsliðsmanninn fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Samningur hins 22 ára gamla Mbappé rennur út næsta sumar. Því virðist sem forráðamenn PSG séu tilbúnir að hlusta á tilboð í þennan magnaða leikmann svo hann fari ekki frítt eftir ár. Mbappé hefur verið orðaður við Liverpool en reikna má með að Englandsmeistarar Manchester City sem og nágrannar þeirra í United fylgist gaumgæfilega með stöðu mála í París. Mbappé gekk í raðir PSG 2017 og hefur síðan þá spilað 174 leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað 133 mörk og lagt upp 63 til viðbótar. Einnig hefur hann spilað 48 A-landsleiki og skorað í þeim 17 mörk, þar á meðal fjögur er Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Talið er að Parísarliðið vilji um það bil 120 milljónir punda fyrir franska sóknarmanninn. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Ekki kemur þó fram hvaða lið er um að ræða en aðeins örfá hafa efni á leikmanninum. Mbappé hefur verið orðaður frá félagi sínu París-Saint Germain undanfarið. Hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og hefur lýst yfir áhuga sínum að spila með spænska stórveldinu Real Madríd. A big offer from a Premier League club has come in for Kylian Mbappe and PSG may be open to selling him. pic.twitter.com/4qUuyn9pwF— Football Daily (@footballdaily) August 24, 2021 Bág fjárhagsstaða spænska félagsins gerir það hins vegar að verkum að það getur ekki keypt franska landsliðsmanninn fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Samningur hins 22 ára gamla Mbappé rennur út næsta sumar. Því virðist sem forráðamenn PSG séu tilbúnir að hlusta á tilboð í þennan magnaða leikmann svo hann fari ekki frítt eftir ár. Mbappé hefur verið orðaður við Liverpool en reikna má með að Englandsmeistarar Manchester City sem og nágrannar þeirra í United fylgist gaumgæfilega með stöðu mála í París. Mbappé gekk í raðir PSG 2017 og hefur síðan þá spilað 174 leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað 133 mörk og lagt upp 63 til viðbótar. Einnig hefur hann spilað 48 A-landsleiki og skorað í þeim 17 mörk, þar á meðal fjögur er Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Talið er að Parísarliðið vilji um það bil 120 milljónir punda fyrir franska sóknarmanninn.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira