Óskar Hrafn: Mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:46 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika,var ánægður með sigurinn og að liðið sé nú á toppi Pepsi MAx deildar karla. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks var ánægður þegar honum var tjáð að toppsætið væri Breiðabliks eftir góðan 2-0 útisigur á KA í kvöld. „Já það er rétt, ég er mjög ánægður. Þetta er erfiður völlur að koma á. KA liðið er mjög öflugt, vel spilandi og gott lið. Það að koma hingað og vinna 2-0 nokkuð sannfærandi er ekki auðvelt verk. Maður verður bara að vera auðmjúkur og stoltur af liðinu sínu.“ Breiðablik er búið að spila tvo leiki við KA á fjórum dögum og unnið samanlagt 4-0 og fengið mörk frá fjórum mismunandi leikmönnum. Í heildina hefur Breiðablik skorað 42 mörk í sumar. „Það er búið að vera saga sumarsins. Við erum búnir að skora mikið af mörkum en eigum engann sem er nálægt því að vera markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Við erum með fimm menn sem eru búnir að skora fimm mörk eða meira í sumar. Það er kostur að vera ekki háður einum leikmanni með markaskorun. Við búum svo vel að því að eiga marga menn sem hafa verið að skora. Það sýnir styrkleikann og breiddina í sóknarleiknum.“ KA byrjaði leikinn mun betur en gestirnir. Það tók Breiðablik um tuttugu mínútur að komast almennilega inn í leikinn. „KA menn byrja af miklum krafti, setja okkur undir pressu og voru vel stemmdir. Þeir eru með gott lið. Þegar þeir fá tíma og pláss þá geta þeir gert manni grikk. Ég ætla ekki að segja að við höfum verið heppnir en ég er glaður að við skildum komast í gegnum fyrsta 20 mínúturnar. Eftir þær fannst mér við hafa stjórn á leiknum, þeir skapa sér í raun enginn færi. Mér fannst við fá fullt af stöðum til að gera vel en við vorum að flýta okkur of mikið á köflum í fyrri hálfleik en ég get ekkert kvartað. Það að koma hingað, vinna og halda hreinu er frábært og liðið á allt hrósið skilið.“ Breiðablik er nú á toppi deildarinnar og með 38 stig, tveimur stigum meira en Valur sem er í öðru sætinu. Liðið er nú í bílstjórasætinu í deildinni og hefur umræðan stundum verið að Breiðablik eigi erfitt með svoleiðis stöður. Óskar gaf ekki mikið út á það. „Ég hef enga reynslu af því að vera með Breiðablik í toppsætinu þannig ég veit ekki hvað er til í því. Það er alltaf þessi stöðuga pressa sem menn búa við og ég held það sé mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana. Ég held að það sé mikilvægt, ekki láta pressuna fara að stjóra sér.“ Fylkir er næsti andstæðingur Breiðabliks. „Það eru fjórar umferðir eftir og okkar bíður erfitt verkefni á sunnudaginn á móti Fylki sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það er ekki leikur sem er léttvægur eða að við höldum að við getum komið og tekið með vinstri. Það verður erfiðari leikur en þessi. Næsti leikur er alltaf erfiðasti leikurinn og það þarf bara að nálgast hann á þann hátt. Við fáum ekkert fyrir að vera efstir núna. Við þurfum að vera klárir á því hvað það er í okkar fari sem gerir það að verkum að við spilum vel og vinnum leiki. Ef við finnum það á sunnudaginn þá erum við bara í ljómandi góðum málum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 19:53 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Já það er rétt, ég er mjög ánægður. Þetta er erfiður völlur að koma á. KA liðið er mjög öflugt, vel spilandi og gott lið. Það að koma hingað og vinna 2-0 nokkuð sannfærandi er ekki auðvelt verk. Maður verður bara að vera auðmjúkur og stoltur af liðinu sínu.“ Breiðablik er búið að spila tvo leiki við KA á fjórum dögum og unnið samanlagt 4-0 og fengið mörk frá fjórum mismunandi leikmönnum. Í heildina hefur Breiðablik skorað 42 mörk í sumar. „Það er búið að vera saga sumarsins. Við erum búnir að skora mikið af mörkum en eigum engann sem er nálægt því að vera markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Við erum með fimm menn sem eru búnir að skora fimm mörk eða meira í sumar. Það er kostur að vera ekki háður einum leikmanni með markaskorun. Við búum svo vel að því að eiga marga menn sem hafa verið að skora. Það sýnir styrkleikann og breiddina í sóknarleiknum.“ KA byrjaði leikinn mun betur en gestirnir. Það tók Breiðablik um tuttugu mínútur að komast almennilega inn í leikinn. „KA menn byrja af miklum krafti, setja okkur undir pressu og voru vel stemmdir. Þeir eru með gott lið. Þegar þeir fá tíma og pláss þá geta þeir gert manni grikk. Ég ætla ekki að segja að við höfum verið heppnir en ég er glaður að við skildum komast í gegnum fyrsta 20 mínúturnar. Eftir þær fannst mér við hafa stjórn á leiknum, þeir skapa sér í raun enginn færi. Mér fannst við fá fullt af stöðum til að gera vel en við vorum að flýta okkur of mikið á köflum í fyrri hálfleik en ég get ekkert kvartað. Það að koma hingað, vinna og halda hreinu er frábært og liðið á allt hrósið skilið.“ Breiðablik er nú á toppi deildarinnar og með 38 stig, tveimur stigum meira en Valur sem er í öðru sætinu. Liðið er nú í bílstjórasætinu í deildinni og hefur umræðan stundum verið að Breiðablik eigi erfitt með svoleiðis stöður. Óskar gaf ekki mikið út á það. „Ég hef enga reynslu af því að vera með Breiðablik í toppsætinu þannig ég veit ekki hvað er til í því. Það er alltaf þessi stöðuga pressa sem menn búa við og ég held það sé mikilvægt að menn faðmi hana, umvefji hana og kunni að elska hana. Ég held að það sé mikilvægt, ekki láta pressuna fara að stjóra sér.“ Fylkir er næsti andstæðingur Breiðabliks. „Það eru fjórar umferðir eftir og okkar bíður erfitt verkefni á sunnudaginn á móti Fylki sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það er ekki leikur sem er léttvægur eða að við höldum að við getum komið og tekið með vinstri. Það verður erfiðari leikur en þessi. Næsti leikur er alltaf erfiðasti leikurinn og það þarf bara að nálgast hann á þann hátt. Við fáum ekkert fyrir að vera efstir núna. Við þurfum að vera klárir á því hvað það er í okkar fari sem gerir það að verkum að við spilum vel og vinnum leiki. Ef við finnum það á sunnudaginn þá erum við bara í ljómandi góðum málum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 19:53 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 19:53