Í tilefni þess að svo margir eru að safna fyrir samtökin, ákváðu Einhverfusamtökin að láta gera nokkur myndbönd sem sýna einhverfa einstaklinga lenda í ýmsum aðstæðum í hlaupi. María Carmela Torrini handritshöfundur og leikstjóri gerði myndböndin, sem eru nokkur nú þegar komin á samfélagsmiðla.
Myndböndin gefa skemmtilega innsýn inn í upplifun einhverfra. Leikarar, leikstjóri og handritshöfundur eru öll einhverf ásamt flestum aukaleikurum. Nokkur myndbandanna má sjá hér fyrir neðan.
Hvað getur gerst ef það eru línur í hlaupabrautinni? Eða hundur á hlðarlínunni?
Hér er hægt að styrkja Einhverfusamtökin í gegnum síðuna Hlaupastyrkur.