Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 17:26 Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins eru ómyrkir í máli um bréf ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira