Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:31 Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri heilsugæslunnar Höfða. Vísir Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira