Vilja ekki að „farsinn“ í Belgíu endurtaki sig Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:02 Ökuþórarnir keyra annan tveggja hringja á bakvið öryggisbílinn í Belgíu í gær. Dan Mullan/Getty Images Formúla 1 hyggst gera breytingar á verklagi sínu til að koma í veg fyrir að keppni lík þeirri í Belgíu í gær verði háð á ný. Verklagið hefur sætt mikilli gagnrýni. Mikil rigning kom í veg fyrir að keppni gæti hafist í gær. Ekkert lát virtist vera á þeirri rigningu og var að lokum tekin ákvörðun um að hefja keppnina þremur klukkustundum á eftir áætlun. Bílarnir keyrðu þar aðeins tvo hringi á bakvið öryggisbíl áður en keppni var hætt. Þetta var gert vegna reglna Formúlu 1 sem segir til um að keyra þurfi lágmark tvo hringi til að niðurstaða kappaksturs sé gild. Í raun átti enginn kappakstur sér stað þar sem bannað er að taka fram út öðrum bílum á meðan öryggisbíll er á brautinni og fengu áhorfendur á Spa-brautinni í Belgíu því fátt fyrir aðgangseyri sinn eftir að hafa staðið í rigningunni í fjölmarga klukkutíma er þeir biðu eftir að keppni hæfist á ný. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes lýsti atburðum gærdagsins sem „farsa“, þar sem hann sagði ökuþórana aðeins hafa verið senda út á braut til að hægt væri að fá fram úrslit í keppninni. Fjölmargir aðrir ökuþórar hafa gagnrýnt starfshætti yfirmanna Formúlunnar í gær og sagði lið Alfa Romeo í yfirlýsingu að keppni hefði ekki átt að fara fram. Stjórnendur hjá Formúlu 1 og FIA munu nú taka málið til skoðunar og endurmeta reglur og starfshætti við slíkar aðstæður. Þá er til skoðunar hvernig sé hægt að koma til móts við alla þá sem borguðu sig inn á brautina til þess eins að standa í rigningu á meðan ekkert gerðist á brautinni á fjórða hálfan tíma. Spennan eykst á toppnum Ökuþórar fengu helming stiga sem undir venjulegum kringumstæðum myndu fást fyrir hvert sæti í keppninni, keyra þarf meira en 80% hringja keppninnar til að full stig gefist, en tveir hringir dugðu til þess að niðurstaða fengist. Max Verstappen úr liði Redbull, sem var á ráspól, fagnaði sigri í keppninni og hlaut því 12,5 stig í stað 25 sem venjulegja fást fyrir sigur. George Russell á Williams var annar og Lewis Hamilton þriðji. Verstappen minnkaði þannig forskot Hamiltons í jafnri keppni þeirra um heimsmeistaratitil ökuþóra. Hamilton leiðir keppnina með 202,5 stig en Verstappen er annar með 199,5 stig. Þriðji er Lando Norris á McLaren með 113 stig og fjórði er liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Finninn Valtteri Bottas með 108 stig. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mikil rigning kom í veg fyrir að keppni gæti hafist í gær. Ekkert lát virtist vera á þeirri rigningu og var að lokum tekin ákvörðun um að hefja keppnina þremur klukkustundum á eftir áætlun. Bílarnir keyrðu þar aðeins tvo hringi á bakvið öryggisbíl áður en keppni var hætt. Þetta var gert vegna reglna Formúlu 1 sem segir til um að keyra þurfi lágmark tvo hringi til að niðurstaða kappaksturs sé gild. Í raun átti enginn kappakstur sér stað þar sem bannað er að taka fram út öðrum bílum á meðan öryggisbíll er á brautinni og fengu áhorfendur á Spa-brautinni í Belgíu því fátt fyrir aðgangseyri sinn eftir að hafa staðið í rigningunni í fjölmarga klukkutíma er þeir biðu eftir að keppni hæfist á ný. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes lýsti atburðum gærdagsins sem „farsa“, þar sem hann sagði ökuþórana aðeins hafa verið senda út á braut til að hægt væri að fá fram úrslit í keppninni. Fjölmargir aðrir ökuþórar hafa gagnrýnt starfshætti yfirmanna Formúlunnar í gær og sagði lið Alfa Romeo í yfirlýsingu að keppni hefði ekki átt að fara fram. Stjórnendur hjá Formúlu 1 og FIA munu nú taka málið til skoðunar og endurmeta reglur og starfshætti við slíkar aðstæður. Þá er til skoðunar hvernig sé hægt að koma til móts við alla þá sem borguðu sig inn á brautina til þess eins að standa í rigningu á meðan ekkert gerðist á brautinni á fjórða hálfan tíma. Spennan eykst á toppnum Ökuþórar fengu helming stiga sem undir venjulegum kringumstæðum myndu fást fyrir hvert sæti í keppninni, keyra þarf meira en 80% hringja keppninnar til að full stig gefist, en tveir hringir dugðu til þess að niðurstaða fengist. Max Verstappen úr liði Redbull, sem var á ráspól, fagnaði sigri í keppninni og hlaut því 12,5 stig í stað 25 sem venjulegja fást fyrir sigur. George Russell á Williams var annar og Lewis Hamilton þriðji. Verstappen minnkaði þannig forskot Hamiltons í jafnri keppni þeirra um heimsmeistaratitil ökuþóra. Hamilton leiðir keppnina með 202,5 stig en Verstappen er annar með 199,5 stig. Þriðji er Lando Norris á McLaren með 113 stig og fjórði er liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Finninn Valtteri Bottas með 108 stig.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira