Lífið

Faðmaði dóttur sína og barnabörn í fyrsta skipti

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðmundur Felix faðmar að sér annað barnabarn sitt í Lyon í Frakklandi með nýju handleggjunum sem hann fékk grædda á sig fyrr á árinu.
Guðmundur Felix faðmar að sér annað barnabarn sitt í Lyon í Frakklandi með nýju handleggjunum sem hann fékk grædda á sig fyrr á árinu. Felix Grétarsson - Coaching

Fagnaðarfundir voru í Frakklandi þegar Guðmundur Felix Grétarsson, sem handleggir voru græddir á fyrr á þessu ári, hitti dóttur sína og tvær dótturdætur. Þetta var í fyrsta skipti sem hann gat faðmað dóttur sína frá því að hún var fjögurra mánaða gömul.

Guðmundur Felix missti báða handleggi í slysi við háspennustreng fyrir 23 árum. Hann var þá aðeins 26 ára gamall. Fyrr á þessu ári gekkst hann undir aðgerð þar sem græddir voru á hann nýir handleggir í Frakklandi.

Síðan þá hefur Guðmundur Felix deilt ýmsum áföngum á leiðinni en taugaendar í handleggjunum virðast hafa vaxið nokkuð hraðar en læknar gerðu ráð fyrir í fyrstu.

Guðmundur Felix deildi á Facebook-síðu sinni í morgun myndum af endurfundum hans með dóttur sinni og tveimur barnabörnum í Lyon í Frakklandi í morgun. Sagði hann þetta í fyrsta skipti sem hann gæti faðmað dóttur sína frá því að hún var smábarn en hún er nú 24 ára.

Þá var þetta í fyrsta skipti sem hann gat faðmað eldri dótturdóttur sína sem er fimm ára gömul og í fyrsta skiptið sem hann hitti þá yngri sem er eins árs gömul.


Tengdar fréttir

Guðmundur Felix léttur í lauginni

Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn.

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.