Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. september 2021 18:26 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. vísir/vilhelm Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður. Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður.
Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira