Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 22:44 Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu. Egill Aðalsteinsson Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015: Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sást að Skaftá var þegar í gærkvöldi byrjuð að flæða yfir varnargarð við brýrnar að Skaftárdal og búin að taka veginn þar í sundur. Húsfreyjan á Búlandi var með börnum sínum að kíkja eftir á með tvö lömb á hólma sem myndast hafði í ánni. Skaftá við Uxatinda milli Sveinstinds og Skælinga í dag.Ragnar Axelsson „Þetta hefur svo sem ekki mikil áhrif á dagleg störf hjá okkur. En eins og núna, af því að þetta kemur að sumarlagi, þá er til dæmis ein rolla frá okkur strand á milli brúa. En hún er þar núna ekki með neitt ferskvatn sem maður hefur svona mestar áhyggjur af,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn.Egill Aðalsteinsson Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir flest benda til að þetta verði lítið hlaup. „En ef það hleypur kannski í kjölfarið úr stóra katlinum þá geta orðið mikil hlaup,“ segir Gísli. „Þessi stærri hlaup, sem koma úr eystri katlinum, þau hafa náttúrlega meiri áhrif á okkur. Það hefur flætt inn á tún og svona þegar þau koma niður,“ segir Auður. Flogið yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli dag.Ragnar Axelsson „Það er náttúrlega alveg afleitt að fá þessi stóru hlaup. Þau fara yfir allt. Þau setja allt í leðju og sand. Svo fýkur þetta endalaust alveg,“ segir Gísli. Hann hefur jafnframt áhyggjur af árbakkanum við nýju Eldvatnsbrúna. Nýja Eldvatnsbrúin til vinstri, sú gamla til hægri. Efst til hægri sést í bæina á Ásum.Egill Aðalsteinsson „Vatnið er alltaf að mylja úr bakkanum þarna austan við nýju brúna. Það er alveg stanslaust að mylja úr því. Og þetta er svo þungt, þetta jökulvatn, leðjuvatn. Þetta brýtur allt saman. Þetta brýtur hraunið alveg eins og ekkert sé,“ segir bóndinn á Ytri-Ásum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hvernig hlaup úr stóra katlinum geta orðið, eins og það sem varð árið 2015:
Skaftárhreppur Landbúnaður Almannavarnir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15