Fordómafullir stuðningsmenn komust á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 21:01 Sterling þurfti að sitja undir allskyns ófögnuði úr stúkunni. Laszlo Szirtesi - The FA/The FA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði ungverskra stuðningsmanna í garð leikmanna enska karlalandsliðsins í fótbolta í leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM 2022 á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöld. Stuðningsmenn gátu mætt á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Ungverja. Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið. HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið.
HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira