Rétti tíminn til að velja Sif en ekki Diljá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2021 16:31 Sif Atladóttir hefur leikið 82 landsleiki og farið með landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/bára Þorsteinn Halldórsson segir að núna hafi verið rétti tíminn til að velja Sif Atladóttur aftur í íslenska landsliðið. Sif, sem er 36 ára, er í landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli 21. september. Sif hefur ekki verið í landsliðinu í um tvö ár en síðasti landsleikur hennar var gegn Lettlandi í október 2019. Hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra og sneri aftur í lið Kristianstad í vor. Sif hefur verið í byrjunarliðinu hjá Kristianstad að undanförnu og er nú komin aftur í landsliðið. „Hún er á góðum stað og er að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það er gott að taka hana inn á þessum tíma og sjá sjálfur hversu góð hún er,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Diljá Ýr Zomers hefur leikið vel með Häcken í sumar og Þorsteinn segir að hún hafi komið til greina í landsliðið. Hann ákvað þó á endanum að velja hana ekki. „Hún var inni í myndinni og ég spáði mikið í henni. En ég taldi þetta ekki rétta tímann,“ sagði Þorsteinn. Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í íslenska hópnum. Aðspurður hvort einhverjir aðrir í hópnum gætu leyst þá stöðu nefndi Þorsteinn Guðnýju Árnadóttur, leikmann AC Milan, sem kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Írlandi í byrjun sumars. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira
Sif, sem er 36 ára, er í landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli 21. september. Sif hefur ekki verið í landsliðinu í um tvö ár en síðasti landsleikur hennar var gegn Lettlandi í október 2019. Hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra og sneri aftur í lið Kristianstad í vor. Sif hefur verið í byrjunarliðinu hjá Kristianstad að undanförnu og er nú komin aftur í landsliðið. „Hún er á góðum stað og er að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það er gott að taka hana inn á þessum tíma og sjá sjálfur hversu góð hún er,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Diljá Ýr Zomers hefur leikið vel með Häcken í sumar og Þorsteinn segir að hún hafi komið til greina í landsliðið. Hann ákvað þó á endanum að velja hana ekki. „Hún var inni í myndinni og ég spáði mikið í henni. En ég taldi þetta ekki rétta tímann,“ sagði Þorsteinn. Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í íslenska hópnum. Aðspurður hvort einhverjir aðrir í hópnum gætu leyst þá stöðu nefndi Þorsteinn Guðnýju Árnadóttur, leikmann AC Milan, sem kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Írlandi í byrjun sumars.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Sjá meira