„Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 08:31 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að framtíð íslenska fótboltans sé björt. Mynd/skjáskot Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í dag. Davíð Snorri Jónasson segir að gríska liðið sé erfitt að eiga við, en að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira
„Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ Sjá meira