Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2021 12:41 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill aflétta öllum takmörkunum hér á landi vegna kórónuveirunnar. Það kom fram í aðsendri grein hans í gær á Vísi. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar grein á Vísi í dag í tilefni af grein Páls Matthíasson, forstjóra Landspítalans, á sama vettvangi í gær. Þar brást Páll við viðtali við Kára í Læknablaðinu í síðustu viku þar sem Kári ræddi meðal annars um stemmningsleysi á spítalanum hvar fólk hefði engan áhuga á að vinna. Páll hvatti í grein sinni Kára til að biðja starfsfólkið afsökunar en Kári segist alls ekki hafa vegið með nokkrum hætti að starfsfólki spítalans heldur hrósað. Alþingi telji heilbrigðiskerfið lúxus fyrir efnaða Nefnir Kári brot úr viðtalinu máli sínu til stuðnings. „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því,“ sagði Kári í viðtalinu í Læknablaðinu. Sú málsgrein segi næstum allt sem hann vilji sagt hafa um Landspítalann. „Þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis.“ Heilmiklar framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut.Vísir/vilhelm Kári samþykkir ekki að hafa kallað lækna spítalans ósamstæða eða sérgæslumenn. Hann kallar þó eftir því að samtök lækna skilji að kjarabaráttu sína annars vegar og baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu hins vegar. Læknar hafi of lítil áhrif á þróun „Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum,“ segir Kári. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, standi varla undir því að kallast fagfélög heldur séu þau fyrst og fremst félög sem semji um kaup og kjör lækna. „Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfitt fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar,“ segir Kári. Páll Matthíasson hefur verið forstjóri Landspítalans frá árinu 2017.Vísir/vilhelm Hann veltir fyrir sér hvers vegna Páll bregðist svona við viðtalinu við sig í Læknablaðinu. Kári sé þeirrar skoðunar að spítalinn sé í vanda og Páll hrekji þá skoðun hans ekki í greininni í gær. Þá vísar Kári til persónulegra skilaboða sem hann fékk frá Theódóri Skúla Sigurðarsyni, formanni Félags sjúkrahúslækna, sem hefur sjálfur gengið svo langt að hvetja ráðherra til að hlusta ekki á forstjórann þegar komi að vanda Landspítalans. Telur svör Páls ómakleg Skilaboðin voru eftirfarandi: „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Kári ítrekar þó að hann kenni Páli ekki um hvernig komið sé fyrir spítalanum. Hann sé ekki að ráðast að honum og vonar að Páll upplifi það ekki þannig. „Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið.“ Landspítalinn Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. 6. september 2021 18:31 Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar. 6. september 2021 12:23 Heggur sá er hlífa skyldi! Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum. 6. september 2021 11:01 Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. 3. september 2021 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar grein á Vísi í dag í tilefni af grein Páls Matthíasson, forstjóra Landspítalans, á sama vettvangi í gær. Þar brást Páll við viðtali við Kára í Læknablaðinu í síðustu viku þar sem Kári ræddi meðal annars um stemmningsleysi á spítalanum hvar fólk hefði engan áhuga á að vinna. Páll hvatti í grein sinni Kára til að biðja starfsfólkið afsökunar en Kári segist alls ekki hafa vegið með nokkrum hætti að starfsfólki spítalans heldur hrósað. Alþingi telji heilbrigðiskerfið lúxus fyrir efnaða Nefnir Kári brot úr viðtalinu máli sínu til stuðnings. „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því,“ sagði Kári í viðtalinu í Læknablaðinu. Sú málsgrein segi næstum allt sem hann vilji sagt hafa um Landspítalann. „Þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis.“ Heilmiklar framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut.Vísir/vilhelm Kári samþykkir ekki að hafa kallað lækna spítalans ósamstæða eða sérgæslumenn. Hann kallar þó eftir því að samtök lækna skilji að kjarabaráttu sína annars vegar og baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu hins vegar. Læknar hafi of lítil áhrif á þróun „Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum,“ segir Kári. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, standi varla undir því að kallast fagfélög heldur séu þau fyrst og fremst félög sem semji um kaup og kjör lækna. „Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfitt fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar,“ segir Kári. Páll Matthíasson hefur verið forstjóri Landspítalans frá árinu 2017.Vísir/vilhelm Hann veltir fyrir sér hvers vegna Páll bregðist svona við viðtalinu við sig í Læknablaðinu. Kári sé þeirrar skoðunar að spítalinn sé í vanda og Páll hrekji þá skoðun hans ekki í greininni í gær. Þá vísar Kári til persónulegra skilaboða sem hann fékk frá Theódóri Skúla Sigurðarsyni, formanni Félags sjúkrahúslækna, sem hefur sjálfur gengið svo langt að hvetja ráðherra til að hlusta ekki á forstjórann þegar komi að vanda Landspítalans. Telur svör Páls ómakleg Skilaboðin voru eftirfarandi: „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Kári ítrekar þó að hann kenni Páli ekki um hvernig komið sé fyrir spítalanum. Hann sé ekki að ráðast að honum og vonar að Páll upplifi það ekki þannig. „Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið.“
Landspítalinn Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. 6. september 2021 18:31 Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar. 6. september 2021 12:23 Heggur sá er hlífa skyldi! Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum. 6. september 2021 11:01 Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. 3. september 2021 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. 6. september 2021 18:31
Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar. 6. september 2021 12:23
Heggur sá er hlífa skyldi! Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum. 6. september 2021 11:01
Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. 3. september 2021 16:43