Þykir leitt að hafa gleymt sér á hárgreiðslustofunni Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 11:55 Áslaug Arna birti mynd af sér í klippingu, án grímu, og uppskar gagnrýni vegna grímuleysis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa gleymt sér þegar hún fór í klippingu á mánudag án þess að bera sóttvarnagrímu. Hún birti mynd af sér í klippingunni á Story á Instagram en slíkar myndir hverfa eftir sólarhring. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Áslaug Arna að henni þyki leiðinlegt að hafa gleymt sér með þessum hætti og það væri ekki til fyrirmyndar. „Ég sat þarna með kaffibolla í klippingu hjá vinkonu minni sem ég á oft grímulaus samskipti við,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá gagnrýni annars hársnyrtis sem spurði hvort reglur um grímuskyldu giltu ekki um alla. Vinkona hennar sé bæði búin að fá Covid 19 og bólusetningu. En vinkonan er einnig grímulaus á umræddri mynd sem greinilega er tekin á hársnyrtistofu. Áslaug Arna segist ekki hafa gert kröfu um að hún bæri grímu vegna þess að hún væri bólusett og búin að fá covid 19. Annar hársnyrtir birti myndina af Áslaugu Örnu og gagnrýnir dómsmálaráðherra og spyr hvort aðrar reglur gildi fyrir ráðherra. Á Covid.is segir um grímuskyldu: Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Víst er að margur hársnyrtirinn er orðinn þreyttur á að bera grímu daginn út og inn. Meðal þeirra er Egill Einarsson sem skilur ekkert í því að þurfa að vera með grímu allan daginn en fara svo eftir vinnu á barinn, í Bónus og ræktina þar sem enginn þurfi að vera með grímu. Hvaða leikrit er þetta? spyr Egill á Twitter. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Áslaug Arna að henni þyki leiðinlegt að hafa gleymt sér með þessum hætti og það væri ekki til fyrirmyndar. „Ég sat þarna með kaffibolla í klippingu hjá vinkonu minni sem ég á oft grímulaus samskipti við,“ segir Áslaug Arna. Hér má sjá gagnrýni annars hársnyrtis sem spurði hvort reglur um grímuskyldu giltu ekki um alla. Vinkona hennar sé bæði búin að fá Covid 19 og bólusetningu. En vinkonan er einnig grímulaus á umræddri mynd sem greinilega er tekin á hársnyrtistofu. Áslaug Arna segist ekki hafa gert kröfu um að hún bæri grímu vegna þess að hún væri bólusett og búin að fá covid 19. Annar hársnyrtir birti myndina af Áslaugu Örnu og gagnrýnir dómsmálaráðherra og spyr hvort aðrar reglur gildi fyrir ráðherra. Á Covid.is segir um grímuskyldu: Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn. Víst er að margur hársnyrtirinn er orðinn þreyttur á að bera grímu daginn út og inn. Meðal þeirra er Egill Einarsson sem skilur ekkert í því að þurfa að vera með grímu allan daginn en fara svo eftir vinnu á barinn, í Bónus og ræktina þar sem enginn þurfi að vera með grímu. Hvaða leikrit er þetta? spyr Egill á Twitter. Ég stend allan daginn með grímu i andlitinu fer svo eftir vinnu á barinn grímulaus ásamt 200 öðrum i litlu rými, fer grímulaus i Bónus og ræktina.Nei ég er ekki skurðlæknir. Ég er hársnyrtir. Hvaða leikrit er þetta?— Egill Einarsson (@einarsson_egill) September 3, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira