Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2021 22:44 Fljótið gróf undan eystri brúarstöplinum í Skaftárhlaupinu árið 2015. Arnar Halldórsson Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49