Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2021 22:44 Fljótið gróf undan eystri brúarstöplinum í Skaftárhlaupinu árið 2015. Arnar Halldórsson Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49