Sitja föst en halda áfram Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 10. september 2021 10:28 Rafsuðusveitin russian.girls ferlega flott í flæðarmálinu. Kjartan Hreinsson Raftónlistartríóið russian.girls gaf í gærkvöldi út myndband við lagið Halda áfram. Lagið er annar helmingur smáskífu sem gefin var út af þýsk/íslenska plötufyrirtækinu bbbbbb recors í febrúar. Von er á annarri útgáfu frá sveitinni hjá sömu útgáfu á næstunni, ásamt remix plötu. Áður höfðu þau sent frá sér fjórar stuttskífur, auk smáskífunnar The Dance sem kom út í sumar. Sveitin er skipuð þeim Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko, Guðlaugi Hörðdal og Gylfa Freeland Sigurðssyni. Myndbandið er hugarfóstur þeirrar fyrstnefndu, unnið í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Rough Cult. Hugmyndina fékk Tatjana eftir fyrra samstarf sitt við hóp dansara úr LHÍ, en þær sáu um kóreografíuna fyrir myndbandið. „Ég áttaði mig á því að lagið er í anda verks sem ég hafði áður unnið að með dönsurunum, en það fjallaði einmitt um að vera fastur í hringrás, tilgangsleysið og tilganginn í tilgangsleysinu. Hugmyndin var því að taka það sviðsverk og yfirfæra í tónlistarmyndband,“ segir Tatjana um tilurð myndbandsins. Á hinni hlið smáskífunnar má finna lagið Drepa mann, en sveitin sendi einmitt frá sér myndband við það í leikstjórn Árna Jónssonar Jónssonar um síðustu áramót. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Von er á annarri útgáfu frá sveitinni hjá sömu útgáfu á næstunni, ásamt remix plötu. Áður höfðu þau sent frá sér fjórar stuttskífur, auk smáskífunnar The Dance sem kom út í sumar. Sveitin er skipuð þeim Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko, Guðlaugi Hörðdal og Gylfa Freeland Sigurðssyni. Myndbandið er hugarfóstur þeirrar fyrstnefndu, unnið í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Rough Cult. Hugmyndina fékk Tatjana eftir fyrra samstarf sitt við hóp dansara úr LHÍ, en þær sáu um kóreografíuna fyrir myndbandið. „Ég áttaði mig á því að lagið er í anda verks sem ég hafði áður unnið að með dönsurunum, en það fjallaði einmitt um að vera fastur í hringrás, tilgangsleysið og tilganginn í tilgangsleysinu. Hugmyndin var því að taka það sviðsverk og yfirfæra í tónlistarmyndband,“ segir Tatjana um tilurð myndbandsins. Á hinni hlið smáskífunnar má finna lagið Drepa mann, en sveitin sendi einmitt frá sér myndband við það í leikstjórn Árna Jónssonar Jónssonar um síðustu áramót.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira