Ronaldo mun spila á morgun Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 17:30 Cristiano Ronaldo er mættur á Old Trafford og því fylgja enn meiri kröfur um árangur, eins og Ole Gunnar Solskjær veit vel. Getty/Ash Donelon Hafi einhver velkst í vafa um það hvort Cristiano Ronaldo komi við sögu með Manchester United gegn Newcastle á morgun þá ætti viðkomandi að hafa sannfærst eftir blaðamannafund Ole Gunnars Solskjær í dag. Leikur Manchester United við Newcastle er fyrsti leikur þeirra rauðklæddu eftir endurkomu Ronaldos til United rétt fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Ronaldo skoraði tvö mörk í sigri gegn Írlandi í undankeppni HM 1. september og bætti þar með heimsmetið yfir flest mörk fyrir landslið en hann hefur skorað 111 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo fékk hins vegar gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu og var þar með kominn í leikbann, svo hann var kominn fyrr en ella til Manchester-borgar. „Hann er búinn að eiga góða viku með okkur hérna og hann mun alveg klárlega koma inn á völlinn á einhverjum tímapunkti, það er á hreinu,“ sagði Solskjær aðspurður hvort Ronaldo myndi spila á morgun. Ronaldo, sem er 36 ára gamall, skrifaði undir samning til tveggja ára við United eftir komuna frá Juventus, með möguleika á eins árs framlengingu. Hann skoraði 118 mörk í 292 leikjum síðast þegar hann var hjá United, á sex ára tímabili, og vann til að mynda þrjá Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil áður en hann fór til Real Madrid árið 2009. United varð síðast Englandsmeistari árið 2013, á kveðjutímabili Sir Alex Ferguson. Solskjær sagði í dag að nú þegar Ronaldo væri mættur til félagsins gætu leikmenn hvergi falið sig, og ljóst að stefnan er sett á titla. „Við vitum auðvitað hvað hann hefur afrekað á sínum ferli en hann er kominn hingað til að afreka meira og hann er mættur til þess að gera kröfur,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Leikur Manchester United við Newcastle er fyrsti leikur þeirra rauðklæddu eftir endurkomu Ronaldos til United rétt fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðamótin. Ronaldo skoraði tvö mörk í sigri gegn Írlandi í undankeppni HM 1. september og bætti þar með heimsmetið yfir flest mörk fyrir landslið en hann hefur skorað 111 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo fékk hins vegar gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu og var þar með kominn í leikbann, svo hann var kominn fyrr en ella til Manchester-borgar. „Hann er búinn að eiga góða viku með okkur hérna og hann mun alveg klárlega koma inn á völlinn á einhverjum tímapunkti, það er á hreinu,“ sagði Solskjær aðspurður hvort Ronaldo myndi spila á morgun. Ronaldo, sem er 36 ára gamall, skrifaði undir samning til tveggja ára við United eftir komuna frá Juventus, með möguleika á eins árs framlengingu. Hann skoraði 118 mörk í 292 leikjum síðast þegar hann var hjá United, á sex ára tímabili, og vann til að mynda þrjá Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil áður en hann fór til Real Madrid árið 2009. United varð síðast Englandsmeistari árið 2013, á kveðjutímabili Sir Alex Ferguson. Solskjær sagði í dag að nú þegar Ronaldo væri mættur til félagsins gætu leikmenn hvergi falið sig, og ljóst að stefnan er sett á titla. „Við vitum auðvitað hvað hann hefur afrekað á sínum ferli en hann er kominn hingað til að afreka meira og hann er mættur til þess að gera kröfur,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira