Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2021 20:40 Hér sést hringtorgið á Selfossi sem bæjaryfirvöld vilja skoða breytingar á. Vísir/Arnar Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. „Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“ Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“
Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira