Oddvitaáskorunin: Þegar afsökunin um sprungna dekkið hafði verið notuð of oft sprakk á varadekkinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 15:02 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning